Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 12:45

Metfjöldi kylfinga á Íslandi – tæplega 17.000 skráðir í golfklúbba landsins

Kylfingar hafa aldrei verið fleiri en nú og eru 16.820 skráðir í golfklúbba víðsvegar um landið. Þetta er aukning um tæplega 400 kylfinga frá árinu í fyrra. Fjölgunin er hvað mest í golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu. Gott veðurfar, aukin markaðssetning og fjölbreyttara framboð á félagaaðild gætu verið líklegar skýringar á fjölguninni. Þegar rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að aukningin er mest hjá fólki sem er 50 ára og eldri en sá hópur stækkar um heil 13% milli ára. Á móti er fækkun í hópi fólks milli 22-49 ára og nemur fækkunin um 7%. Einnig fækkar börnum og unglingum yngri en 14 ára um 12%. Í dag Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 11:00

Hver er kylfingurinn: Marcus Fraser?

Ástralinn Marcus Fraser leiðir eftir fyrsta dag á Ólympíuleikunum í golfi, en golf er nú keppnisgrein í fyrsta skipti í 112 ár!!! Fraser er nafn sem af og til sést ofarlega á mótum Evróputúrsins eða Ástralasíska túrsins, en veit nokkur nánari deili á þessum annars ágæta kylfingi? Marcus Fraser fæddist í Corowa í New South Wales, 26. júlí 1978 og er því nýorðinn 38 ára. Fraser spilar eins og segir aðallega á Evróputúrnum og Ástralasíska túrnum. Hann lauk frábærum áhugamannsferli sínum 2002, en hann sigraði m.a. í einstaklingskeppni Eisenhower Trophy. Fraser gerðist atvinnumaður þetta ár 2002 og spilaði aðallega fyrst um sinn í 2. deildinni þ.e. Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour). Árið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 10:25

Valdís á 74 e. 1. dag Drøbak Ladies Open

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tekur þátt í Drøbak Ladies Open, sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið stendur dagana 11.-13. ágúst 2016 og lýkur því á morgun. Leikið er rétt utan við Oslo í Noregi. Valdís Þóra lék 1. hring á 4 yfir pari, 74 höggum – fékk 1 fugl, 13 pör, 3 skolla og 1 skramba. Það er vonandi að Valdís Þóra nái að komast í gegnum niðurskurð, en hann er sem stendur miðaður við 1 yfir pari og því erfiður 2. hringur framundan hjá Valdísi og vonandi að allt gangi að óskum. Valdís á rástíma kl. 14:40 að norskum tíma í dag (12:40 að íslenskum tíma). Til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 10:00

Ecco Tour: Axel á parinu e. 1. hring Isaberg Open

Axel Bóasson, GK, er á parinu eftir 1. hring Isaberg Open mótsins þar sem gestgjafi er Patrick Sjöland, en mótið er hluti af Ecco Tour. Það er keppnisvöllur Isaberg Golfklub, sem spilað er á en hann er par-72 og er í Hestra, Jönköping í Svíþjóð. Sjá má vefsíðu Isaberg Golfklubb með því að SMELLA HÉR:  Axel fékk 5 fugla, 9 pör, 3 skolla og 1 skramba á hringnum. Nokkrir eiga eftir að klára 1. hring og er því ekkert vitað í hvaða sæti Axel er eftir 1. hring. Sjá má stöðuna á Isaberg Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 08:00

Dýr á golfvöllum: Capybara á Ólympíugolfvellinum í Ríó

Eitt af því sem kylfingar kynnast þegar þeir spila á golfvöllum fjarri heimavöllum sínum er það dýralíf, sem þrífst á vellinum. Ólympíufararnir í golfi 2016 hafa kynnst dýri, sem ekki allir kannast við en það er Capybara, sem kann bara ansi vel við sig á Ólympíuvellinum í Ríó. Þegar lýsa á hvað Capybara eru útgáfurnar margar. Matt Kuchar sagði t.d. um Capybara: „Þetta er áhugaverð blanda – það hefur lítið elgshöfuð á búk risarottu!“ Framkvæmdastjóri USA GOLF Andy Levinson lýsti Capybara svona: „Mér finnst það líta út eins og hundur. Næstum því eins og svínahundur (dog-pig) með risahaus.“ Fyrir hönd Spánverja keppa Sergio Garcia og Rafa Cabrera Bello. Garcia sagði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 07:00

Marcus Fraser í forystu e. 1. dag á ÓL í Ríó

Það er Marcus Fraser frá Ástralíu sem er í forystu eftir 1. hring á Ólympíuleikunum í golfi. Fraser lék 1. hringinn á glæsilegum 8 undir pari, 63 höggum – fékk 9 fugla og 1 skolla.  Fraser er eins og svo margir á Ólympíuleikunum vegna þess að helstu stjörnur Ástrala Jason Day og Adam Scott drógu sig úr keppni m.a. vegna áhyggna af Zika vírusnum. Í 2. sæti eru Graham DeLaet frá Kanada og Svíinn Henrik Stenson, heilum 3 höggum á eftir Fraser þ.e. á 5 undir pari, 66 höggum, hvor. Justin Rose er T-4 ásamt 4 öðrum, á 4 undir pari, 67 höggum. Sjá má stöðuna í heild og fylgjast Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 01:00

Fannar Ingi fór ekki g. niðurskurð á Boys Amateur Championship

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, tók þátt í Boys Amateur Championship, þ.e. U18 Opna breska. Mótið fer fram 9.-14. ágúst á tveimur völlum, Muirfield og The Renaissance nálægt Dirleton í Skotlandi. Fyrstu tvo dagana var leikinn höggleikur og var Fannar Ingi í 22. sæti eftir 2. dag og komst í holukeppnisshluta mótsins. Í gær tapaði Fannar Ingi viðureign sinni fyrir Þjóðverjanum Falko Hanisch 4&3 og er því úr leik. Hanish mætir Perre Papunen frá Finnlandi í dag (12. ágúst)  í 16 manna úrslitum, en Fannar Ingi er úr leik. Til þess að sjá stöðuna á Boys Amateur Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Laufey Guðmundsdóttir. Helga Laufey er fædd 11. ágúst 1970 og á því 46 ára afmæli í dag!!! Hún er gift formanni Golfklúbbsins Keilis og sjálf í GK. Komast má á facebook síðu Helgu Laufeyjar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Helga Laufey Guðmundsdóttir  (46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lori Garbacz, 11. ágúst 1958
 (58 ára); Íris Erlingsdóttir, 11. ágúst 1959 (57 ára); Bryndís Þóra Jónsdóttir, 11. ágúst 1959 (57 ára); Grant Osten Waite, 11. ágúst 1964 (52 ára); Einar Bragi , 11. ágúst 1965 (51 árs); Dave Pashko, 11. ágúst 1969 (47 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2016 | 11:34

50 dagar í Ryder bikars keppnina

Í dag eru 50 dagar í að Ryderinn hefjist. Lið Evrópu hefir verið sigursælt á undanförnum misserum. Næsta öruggt er að lið Bandaríkjanna hyggist á hefndir á heimavelli Verið er m.a. að bæta úr liðsandanum hjá Bandaríkjamönnum, en venju skv. hafa þeir oft verið taldir of miklir einstaklings- hyggjumenn til þess að vera í liði. Byrjað er að telja niður á síðu nokkurri sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2016 | 20:00

Annika um Ariyu: „Ein af þeim sem helst kemur til greina til að vinna Rolex Annika Major Award“

Ariya Jutanugarn frá Thaílandi er golfsnillingur. Sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: Nú í ár, 2016, aðeins 20 ára, hefir Ariya landað sínum fyrsta risatitli í kvennagolfinu á RICOH Women’s British Open,. Hún skrifaði sig í golfsöguna því hún er sú fyrsta frá Thaílandi, hvort heldur er kven- eða karlkylfingur til þess að sigra í risamóti. Annika Sörenstam var í sama hlutverki nokkrum árum áður. Hún var sú fyrsta frá Svíþjóð til að sigra á risamóti frá Svíþjóð. „Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig hún höndlar nýfengna frægð sína og hlutverk sem risamótsmeistari,“ sagði Annika um Ariyu í viðtali við LPGA.com „Það eru alltaf Lesa meira