Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2016 | 19:00
Stúlknasveit GM Íslandsmeistarar á Íslandsmóti golfklúbba 2016!

Sveitakeppni GSÍ þ.e. Íslandsmót golfklúbba í stúlknaflokki 18 ára og yngri fór að þessu sinni fram á Þorláksvelli. Mótið fór fram dagana 12.-14. ágúst 2016 og lauk í dag. Íslandsmeistari varð stúlknasveit GM, en hana skipa: Arna Rún Kristjánsdóttir, Kristín M. Þorsteinsdóttir, Sigrún L. Baldursdóttir og Ólöf M. Einarsdóttir. Liðsstjóri er Þorsteinn Hallgrímsson. Úrslit í stúlknaflokki 18 ára og yngri urðu eftirfarandi: 1. GM *Íslandsmeistarar 18 ára og yngri. 2. GR *Silfur. 3. GHD/GOS/GA *Brons. 4. GS. 5. GKG. Skoða má úrslit allra leikja með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Darren Clarke ——– 14. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum, sem hefst innan 50 daga, Darren Clarke. Clarke fæddist 14. ágúst 1968 í Dungannon á Norður-Írlandi og á því 48 ára afmæli í dag. Darren Clarke var líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum. Clarke gerðist atvinnumaður í golfi árið 1990 og hefir síðan þá unnið í 22 atvinnumannsmótum þar af 3 á PGA Tour og 14 á Evróputúrnum, 3 á japanska PGA og 1 á Sólskinstúrnum og 1 á Áskorendamótaröð Evrópu. Stærsti sigur Clarke í golfinu var án efa sigur hans á Opna breska 2011. Aðrir frægir kylfingar og golftengdir aðilar sem eiga afmæli í dag eru: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2016 | 12:00
Sveit GR sigraði í flokki 15 ára og yngri drengja á Íslandsmóti golfklúbba

Það er A-sveit drengja í GR, 15 ára og yngri sem urðu í dag Íslandsmeistarar á Íslandsmóti golfklúbba 2016. Sveitina skipa: Böðvar Pálsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Einar Víðisson, Finnur Vilhelmsson, Sigurður Blumenstein og Tómas Eiríksson. Liðsstjóri GR-A er David Barnwell. Sjá má lokastaða leikja hér að neðan og úrslit leikja með því að SMELLA HÉR: 15 ára og yngri – Lokastaðan: 1. GR-A 2. GKG-A 3. GM-A 4. GA-A 5. GR-B 6. NK 7. GOS 8. GK-A 9. GL 10. GKG-C 11. GKG-B 12. GS 13. GM-B 14. GO 15.GHD 16.GK-B 17. GV 18. GSS 19. GF/GEY/GHR 20. GA-B
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2016 | 10:00
PGA: Ryan Moore leiðir fyrir lokahring John Deere Classic

Það er Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore sem leiðir fyrir lokahring John Deere Classic. Moore hefir spilað samtals 18 undir pari, 195 höggum (65 65 65). Í 2. sæti á samtals 17 undir pari, hvor eru Ben Martin og Morgan Hoffmann. Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2016 | 08:00
Viðureign Stenson við krókódíl

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er aðeins höggi á eftir Justin Rose, en þeir bítast um Ólympíugull. Á 3. hringnum í gær vildi ekki betur til en svo að Stenson lenti í viðureign við krókódíl á Ólympíugolfvellinum. Sjá má myndskeið af viðureign Stenson við krókódílinn með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Betsy King ——— 13. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Betsy King. Betsy fæddist í Reading, Pennsylvaníu 13. ágúst 1955 og á því 61 árs stórafmæli í dag. Hún komst á LPGA árið 1977 og vann á ferli sínum 6 risatitla og 34 mót á LPGA. Hún er til dagsins í dag sá bandaríski kvenkylfingur sem hefir verið efst á peningalistanum (1993). Árið 1995 var King tekin í frægðarhöll kylfinga. King spilaði 5 sinnum í bandaríska Solheim Cup liðinu (1990, 1992, 1994, 1996, 1998) og var fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins 2007 og er þá fátt eitt talið af afrekum og viðurkenningum King. Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Ben Hogan 13. ágúst 1912 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2016 | 13:00
Öldungamótaröð Evrópu: Jiménez leiðir í Scioto

Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez spilar á Öldungamótaröð Evrópu. Það fer einmitt þessa dagana (11.-15. ágúst 2016) fram risamót Öldungamótaraðanna US Senior Open. Spilað er í Scioto CC í Columbus, Ohio. Jimenez er í forystu fyrir lokahringinn hefir spilar samtals á 3 undir pari 207 höggum (68 70 69). Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Gene Sauers, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. á 2 undir pari 208 höggum og þriðja sætinu deila 3 þekktir kylfingar Ian Woosnam, Loren Roberts og Billy Mayfair allir á 1 yfir pari, 211 höggum. Til þess að sjá stöðuna á US Senior Open risamótinu að öðru leyti fyrir lokahringinn SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Sandholt – 12. ágúst 2016

Það er Gunnar Magnús Sandholt, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnar er fæddur 12. ágúst 1949 og er því 67 ára í dag. Gunnar er í Golfklúbbi Sauðárkróks (GSS). Sjá má viðtal, sem tekið var fyrir nokkru við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Larry Ziegler, 12. ágúst 1939 (77 ára); Ingunn Steinþórsdóttir (58 ára); Þórhalli Einarsson, 12. ágúst 1961 (55 ára); Oddný Sturludóttir (40 ára STÓRAFMÆLI!!!!); Jóhannes Georg Birkisson, 12. ágúst 1999 (17 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 14:15
Rástímar-úrslit-staða-Íslandsmót golfklúbba eldri og yngri
Það er stór keppnishelgi framundan á Íslandsmótum golfklúbba víðsvegar um landið. Að þessu sinni eru það eldri og yngri kylfingar sem keppa um Íslandsmeistaratitlana. Alls er keppt á níu keppnisstöðum víðsvegar um landið en stærsti hluti keppninnar fer fram á Suðurlandi. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um keppnisstaðina og hvar hægt er að nálgast rástíma, úrslit og stöðu úr leikjum í viðkomandi deildum: Drengir 15 ára og yngri / Selsvöllur Flúðir: Sjá má stöðu, rástíma og úrslit með því að SMELLA HÉR: Piltar 18 ára og yngri: / Strandarvöllur Hella: Sjá má stöðu, rástíma og úrslit með því að SMELLA HÉR: Stúlkur 18/15 ára og yngri / Þorláksvöllur Þorlákshöfn: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 13:00
PGA: Andrew Loupe leiðir á John Deere – Hápunktar 1. dags

Það er Andrew Loupe, sem leiðir á John Deere Classic, eftir að mótinu var frestað vegna veðurs. Loupe á eftir að ljúka hring sínum, en eftir 14 holur er hann á 8 undir pari, búinn að fá 8 fugla og 6 pör. Fjórir deila 2. sætinu og þar af hafa 3 lokið leik sínum á 6 undir pari, 65 höggum: Zach Johnson, Patrick Rodgers og Ryan Moore. Tom Gillis er einnig á 6 undir pari, en á eftir að klára að spila 2 holur. Mótið fer að venju fram á TPC Deere Run í Silvis, Illinois. Sjá má stöðuna á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR: Sjá má Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

