Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2016 | 01:00

GÁ: Victor Rafn og Guðrún Ágústa klúbbmeistarar 2016

Meistaramót Golfklúbbs Álftaness (GÁ) fór fram dagana 11.-13. ágúst s.l. Klúbbmeistarar GÁ 2016 eru Victor Rafn Victorsson og Guðrún Ágústa Eggertsdóttir. Keppendur á meistarmóti GÁ í ár voru 37. Sjá má öll úrslit hér að neðan: Kvennaflokkur: 1 Guðrún Ágústa Eggertsdóttir GK 6 F 40 42 82 16 82 80 82 244 46 2 Salbjörg Bjarnadóttir GÁ 20 F 46 53 99 33 90 97 99 286 88 3 Linda Einarsdóttir GÁ 17 F 47 52 99 33 96 94 99 289 91 4 Ingibjörg St Ingjaldsdóttir GO 17 F 47 59 106 40 94 103 106 303 105 5 Sigríður Lovísa Sigurðardóttir GÁ 36 F 55 54 109 43 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2016 | 00:01

Eimskipsmótaröðin 2016 (6): Birgir Leifur með lægstu forgjöfina

Það er gríðarlega sterkur keppendahópur sem mætir til leiks á Securitasmótið á Eimskipsmótaröðinni. Mótið hefst á föstudaginn á Grafarholtsvelli þar sem keppt verður um GR-bikarinn. Aðeins 57 keppendur eru með þátttökurétt á þessu móti. Meðalforgjöfin í karlaflokki er +0.4 og í kvennaflokki er meðalforgjöfin 2.9. Alls eru 24 kylfingar með forgjöf 0 eða lægra en alls eru 39 keppendur í karlaflokknum. Sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, er með lægstu forgjöfina eða -4.5. Þar á eftir koma Guðmundur Ágúst Kristjánsson (-4,0) úr GR og Haraldur Franklín (-3,8) einnig úr GR.


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Vífill Karlsson ——– 16. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Vífill Karlsson. Hann er fæddur 16. ágúst 1948 og því 68 ára í dag. Vífill er í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði. Honum hefir gengið vel í opnum mótum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Vífill Karlsson (68 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Temper Netverslun (75 ára);  Sveinsdóttir Sveinbjörg (50 ára STÓRAFMÆLI!!!);  Ekki Spurning (39 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2016 | 12:48

Sveit GKG Íslandsmeistarar í telpnaflokki á Íslandsmóti golfklúbba

Það var sveit GKG sem varð Íslandsmeistari í telpnaflokki á Íslandsmóti golfklúbba, en mótinu lauk nú um helgina. Mótið fór fram dagana 12.-14. ágúst og var spilað á Þorláksvelli. Sveit Íslandsmeistara GKG í telpnaflokki 2016 skipa: Alma Rún Ragnarsdóttir, Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Herdís Lilja Þórðardóttir Liðsstjóri var Derrick Moore. Sjá má nánari úrslit og lokastöðu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2016 | 07:00

Berglind, Guðrún Brá og Signý keppa á HM í Mexikó

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þrjá kylfinga sem taka þátt á HM áhugamanna í kvennaflokki sem fram fer í Mexíkó 14.-17. september. Keppt er um Espirito Santo verðlaunagripinn. Liðið er þannig skipað; Berglind Björnsdóttir (GR), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) og Signý Arnórsdóttir (GK). Texti: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kjartan Dór Kjartansson – 15. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Kjartan Dór Kjartansson. Kjartan Dór er fæddur 15. ágúst 1984 og á því 32 ára afmæli í dag. Kjartan Dór er í Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar (GKG). Kjartani Dór hefir gengið vel í opnum mótum og eins spilaði hann á Eimskipsmótaröðinni. Kjartan Dór var t.a.m. í sigursveit GKG í 1. deild í sveitakeppni GSÍ 2012, Kjartan er búsettur í Svíþjóð og er trúlofaður Hörpu Kristinsdóttur og saman eiga þau 1 barn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Kjartan Dór Kjartansson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli eru: Jack White, 15. ágúst Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2016 | 08:00

Sveit GA/GHD sigraði í piltaflokki á Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba 2016 fór fram dagana 12.-14. ágúst sl. Keppt var í piltaflokki á Strandarvelli á Hellu. Íslandsmeistarar í piltaflokki á Íslandsmóti golfklúbba er sameiginlegt lið GA/GHD, sem var skipað eftirfarandi kylfingum: Aðalsteinn Leifsson, Aron Elí Gíslason, Arnór Snær Guðmundsson, Fannar Már Jóhannsson, Kristján Benedikt Sveinsson og Stefán Einar Sigmundsson. Liðsstjóri var Sturla Höskuldsson. Lokastaðan varð eftirfarandi: 1. GA/GHD *Íslandsmeistarar 18 ára og yngri. 2. GR-A *Silfur 3. GR-B *Brons 4. GM 5. GK 6. GV 7. GKG-A 8. GKG-B 9. GL 10. GK-B 11. GO Sjá má nánar um úrslit allra leikja með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2016 | 23:00

PGA: Ryan Moore sigraði á John Deere Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Ryan Moore, sem sigraði á John Deere Classic mótinu nú rétt í þessu. Moore lék á samtals 22 undir pari, 262 höggum (65 65 65 67). Í 2. sæti varð landi Moore, Ben Martin, 2 höggum á eftir. Whee Kim frá Suður-Kóreu og Morgan Hoffmann deildu síðan 3. sætinu. Sjá má lokastöðuna á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2016 | 23:00

Golfmynd dagsins: Sigurvegarar í karlaflokki í golfi á Ólympíuleikunum 2016

Golfmynd dagsins er fyrsta myndin í 122 ár af sigurvegurum í golfi á Ólympíuleikum, en í ár var keppt í fyrsta sinn á golfi frá árinu 1904. Keppni í karlaflokki lauk í dag 14. ágúst 2016 og hefst í kvennaflokki 17. ágúst n.k. Það var, sem flestum mun nú vera orðið kunnugt, Justin Rose frá Englandi sem vann gullið. Henrik Stenson frá Svíþjóð vann silfur og Matt Kuchar, Bandaríkjunum, brons. Margar þjóðir sitja eftir sárar þar sem toppkylfingar þeirra drógu sig úr mótinu, m.a. vegna hræðslu við Zika-vírusinn. En frábær sigur Rose á lokaholunni staðreynd og hversu gaman þátttaka í RISAMÓTI, sem Ólympíuleikunum getur verið!


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2016 | 20:30

Rose vann Ólympíugullið!!!

Enski kylfingurinn Justin Rose varð fyrsti Ólympíumeistarinn í golfi í dag síðan 1904, eftir að hann hafði betur í hörkuúrslitaviðureign gegn Henrik Stenson frá Svíþjóð á Ólympíugolfvellinum í Ríó, nú í dag 14. ágúst 2016. Rose, 36 ára, var jafn Stenson á samtals 15 undir pari eftir 17 holu leik á lokahringnum en Stenson fékk skolla á 18. meðan Rose sökkti fuglapútti og vann með 2 högga mun. Samtals lék Rose lokahringinn á 4 undir pari, 67 höggum og var á samtals 16 undir pari. Stenson (68) hlaut silfrið og Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar bronsið eftir frábæran lokahring upp á 63 högg, þar sem hann var samtals á 13 undir pari. Lesa meira