Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 04:00
PGA: Kevin Na og Rafa Cabrera Bello efstir á Wyndham mótinu – Hápunktar 1. dags

Það eru Bandaríkjamaðurinn Kevin Na, (með mörgu vöggin) og spænski kylfingurinn Rafa Cabrera Bello, sem eru efstir og jafnir eftir 1. keppnisdag Wyndham Championship. Að venju er spilað á Sedgefield í Norður-Karólínu. Na og Bello léku fyrsta hring báðir á 7 undir pari, 63 höggum; Na fékk 7 fugla og 11 pör meðan Cabrera-Bello var með örn, 5 fugla og 12 pör. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta eftir 1. dag Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2016 | 18:00
Stefán Þorleifsson elsti kylfingur landsins á 100 ára afmæli í dag!!!

„Stefán Þorleifsson, elsti kylfingur landsins, er 100 ára í dag 18. ágúst 2016. Afmælismót fer fram á sunnudaginn á Grænanesvelli í Neskaupstað. Norðfirðingurinn leikur golf á hverjum degi ef færi gefst til. Stefán Þorleifsson er elsti kylfingur landsins en heiðursmaðurinn frá Neskaupstað fagnar 100 ára afmæli sínu í dag 18. ágúst 2016. Stefán er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Norðfjarðar og nýtir hann hvert tækifæri til þess að leika á hinum fallega Grænanesvelli. Í samtali við Golf á Íslandi í apríl s.l. sagði Stefán að það væri góð tilfinning að fara inn í golfsumarið 2016 þar sem 100 ára afmælið yrði hápunkturinn. Haldið verður upp á 100 ára afmælið laugardaginn 20. ágúst Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir. Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og á því stórafmæli í dag. Hún er í Nesklúbbnum. Ágústa á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. hefir hún á undanförnum árum tekið þátt í Lancôme mótinu á Hellu. Ágústa Dúa hefir jafnframt verið ofarlega á stigalista LEK í flokki kvenna 50+ og verið í kvennasveit NK á Íslandsmóti golfklúbba. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2016 | 08:00
Sterkasta golfmót á íslenskri mótaröð fer fram á Grafarholtsvelli næstu helgi!!

Um helgina fer fram lokamótið í Eimskipsmótaröðinni, Securitasmótið þar sem keppt verður um GR bikarinn í fyrsta sinn. Ræst verður út af 1. teig frá kl. 09:00 – 12:00, föstudag, laugardag og sunnudag. Mikil vinna fór fram síðastliðinn vetur af hálfu Golfsambands Íslands við endurskipulagningu Eimskipsmótaraðarinnar sem er mótaröð GSÍ. Ákveðið var að mótaröðinni skyldi verða skipt upp í framtíðinni og mundi skiptingin verða; tvö haustmót, tvö vormót og fjögur sumarmót. Þessi fjögur sumarmót samanstanda af KPMG bikarnum (Íslandsmótinu í holukeppni), Borgunarmótinu (Hvaleyrarbikarnum), Íslandsmóti í höggleik og Securitasmótinu (GR-bikarnum) sem haldið verður um helgina. Ákveðið var að Golfklúbburinn Keilir myndi annast Hvaleyrarbikarinn og að lokamót mótaraðarinnar yrði haldið af Golfklúbbi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2016 | 07:00
Misstu af frábærum Ólympíuleikum!!!

Jordan Spieth, Jason Day, Rory McIlroy, Dustin Johnson, Adam Scott, Hideki Matsuyama, Vijay Singh o.fl. o.fl tóku ekki þátt í Ólympíuleikunum þ.e. flestir bestu og fyrrverandi bestu kylfingar heims. Margir telja að ofanritaðir kylfingar hafi ekki tekið þátt vegna þess að ekkert verðlaunafé er á Ólympíuleikunum samanborið við risamótin, heimsmótin, Players eða önnur stórmót í golfheiminum. Gulrótina hafi vantað! Auðvelt hafi síðan verið að benda á ástæður eins og Zika-vírusinn, sem fyrirslátt fyrir að taka ekki þátt, en ef út í það er farið eru hættur allsstaðar í heiminum og ekki hægt að lifa svo sótthreinsuðu sápukúlulífi að ekki fylgi ákveðin áhætta í raun öllu sem við gerum ef út í það er farið. Gullmedalíuhafi Ólympíuleikanna 2016 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Högna Kristbjörg Knútsdóttir – 17. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Högna Kristbjörg Knútsdóttir. Högna er fædd 17. ágúst 1994 og á því 22 ára afmæli í dag. Högna Kristbjörg er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Högnu Kristbjörgu til hamingju með afmælið….. Högna Kristbjörg Knútsdóttir (22 ára afmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh John Baiocchi 17. ágúst 1946 (70 ára STÓRAFMÆLI!!!); Dottie Pepper, aðstoðarfyrirliði Meg Malone í Solheim Cup 2013, 17. ágúst 1965 (51 árs); Þröstur Ársælsson (48 ára) Peter Gustafson, 17. ágúst 1976 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!)….. og …. Songlist Song Og Leiklistarskoli Golf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2016 | 11:00
Sveit GO Íslandsmeistarar í 2. deild eldri kvenna á Íslandsmóti golfklúbba!

Kvennasveit eldri kylfinga kvenna stóð sig frábærlega í Öndverðarnesi og stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild kvenna. Þar með er ljóst að konurnar leika í efstu deild á næsta ári. Sveit GO hafði betur gegn Golfklúbbi Selfoss í úrslitaleik, 2-1. Kvennasveit eldri kylfinga GO skipuðu eftifarandi: Aldís Björg Arnardóttir Anna María Sigurðardóttir Ágústa Arna Grétarsdóttir Hulda Hallgrímsdóttir Jóhann Dröfn Kristinsdóttir Sjá má úrslit allra leikja og lokastöðu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2016 | 09:00
Misjafnar mótttökur Ólympíugullverðlaunahafa

Þrír Ólympíugullverðlaunahafar Breta sneru heim í gær, þriðjudaginn 16. ágúst, en móttökurnar á Heathrow voru afar misjafnar. Þetta er þau Justin Rose, Bradley Wiggins og Jessica Ennis-Hill. Rose er vinsæll og fjöldi manns var samankominn á flugvellinum að fagna fyrsta Ólympíugullinu í 112 ár í golfi …. og að það skuli hafa fallið Bretum í skaut. En Bradley Wiggins, hjólreiðamaður, sem var að vinna 5. Ólympíugullið sitt var bara íklæddur gallabuxum og T-bol og enginn tók eftir honum. Jessica Ennis Hill Ólympíugullverðlaunahafa í grindahlaupi tók líka enginn eftir.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2016 | 07:00
Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín taka þátt á HM áhugamanna

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, hefur valið þrjá kylfinga sem taka þátt á HM áhugamanna fyrir Íslands hönd. Mótið fer fram í Mexíkó en þar er keppt um Eisenhower verðlaunagripinn. Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og verða fulltrúar Íslands á þessu móti en þeir eru allir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Heimsmeistaramótið fer fram dagana 21.-24. september n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2016 | 06:00
Sveit GR Íslandsmeistari í 1. deild eldri karla á Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba (1. deild eldri karla) fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík, dagana 12.-14. ágúst s.l. Íslandsmeistarar í 1. deild eldri karla 2016 er sveit GR. Sigursveit í 1. deild eldri karla á Íslandsmóti golfklúbba 2016 þ.e. Íslandsmeistara GR er svo skipuð: Sigurður Pétursson, Einar Long, Hörður Sigurðsson, Guðjón Grétar Daníelsson, Sigurður Hafsteinsson, Karl Vídalín Grétarsson, Ámundi Sigmundsson, Sigurjón Á Ólafsson og Brynjar Harðarson. Liðsstjóri var Sigurjón Á Ólafsson. Sjá má lokastöðu og úrslit allra leikja í flokki 1. deildar eldri karla með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

