Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Björk Birgisdóttir – 21. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Björk Birgisdóttir. Hún fæddist 21. ágúst 1966 og á því 50 ára STÓRafmæli í dag!!! Hún er í kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Önnu Björk til hamingju með afmælið Anna Björk Birgisdóttir (50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eiríkur Jónsson, 21. ágúst 1905 (111 ára); Sigridur Eythorsdottir, f. 21. ágúst 1940- d. 22. júlí 2016 ; Richard Francis „Dick“ Zokol, 21. ágúst 1958 (58 ára); Sturla Friðriksson, 21. ágúst 1962 (54 ára); Keramikhofið Slf, 21. ágúst 1972 (44 ára); Magnus A Carlson, 21. ágúst Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2016 | 00:01

Inbee tók gullið!

Inbee Park frá Suður-Kóreu vann Ólympíugullið í keppni í kvennaflokki í golfi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Nr. 1 á heimslistanum Lydia Ko tók silfrið og Shanshan Feng frá Kína bronsið. Sigurskor Inbee var 16 undir pari (66 66 70 66). Sigur Inbee var sannfærandi en hún átti 5 högg á Ko sem lék á samtals 11 undir pari og Feng sem var á samtals 10 undir pari. Þessar þrjár voru hins vegar þær einu sem voru á tveggja stafa tölu undir pari í heildarskori! Sjá má lokastöðuna í kvennakeppninni á Ólympíuleikunum með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Garrett Philips ——- 20. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Garrett Whitney Phillips. Hún fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Garrett hefir spilað bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur Bjarnason Sh, 20. ágúst 1973 (43 ára); Álsey Ve, 20. ágúst 1987 (29 ára) og Góðir Landsmenn Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2016 | 04:00

LEK: Nýr stigaútreikningur vegna ákvörðunar EGSA um aldursflokkaskiptingu

Lögð var fram tillaga um breytingar á aldursskiptingu á fundi Evrópusambands eldri kylfinga nú í ágúst. Þær breytingar náðu ekki í gegn og þess vegna þarf að reikna stig til landsliðs upp á nýtt með hliðsjón af þeirri flokkaskiptingu sem verið hefur í LEK-mótum undanfarin ár. Stjórn LEK hvetur eldri kylfinga til að kynna sér stöðuna eins og hún lítur út í dag miðað við nýja útreikninga. Nú eru aðeins tvö mót eftir í Öldungamótaröðinni, en úr þeirri mótaröð eru stigin reiknuð og eru kylfingar hvattir til þess að taka þátt í þeim mótum. Fyrra mótið verður á Akranesi í dag, laugardaginn 20. ágúst og það síðara í Grafarholti 17. september. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Steingrímsson – 19. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Guðjón Steingrímsson. Guðjón er fæddur 19. ágúst 1967 og á því 49 ára afmæli í dag. Guðjón var í hinum frábæra ´67 árgangi í Víðisstaðaskóla og er í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Hann á soninn Arnór og dótturina Elísu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gudjon Steingrimsson · Innilega til hamingju með 49 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Björn Friðþjófsson, 19. ágúst 1942 (74 ára), GR (fgj. 13.8); Christy O’ Connor Jr, 19. ágúst 1948 (68 ára); Jhonattan Vegas, Ólympíufari frá Venezúela 19. ágúst 1984 (32 ára stórafmæli) . Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 12:00

Sveit GR Íslandsmeistari í 1. flokki eldri kvenna á Íslandsmóti golfklúbba 2016

Það var sveit GR sem stóð uppi sem sigurvegari líkt og GR-karlarnir í 1. flokki eldri kvenna á Íslandsmóti golfklúbba, sem fram fór 12.-14. ágúst 2016. Sveitina skipa þær:


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Ryan Evans efstur e. 1. dag Czech Masters

Í gær, 18. ágúst 2016 hófst í Prag í Tékklandi D + D Real Czech Masters, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Það er Englendingurinn Ryan Evans sem er efstur eftir 1. dag í Albatross Golf Resort, þar sem mótið fer fram – en hann lék á 6 undir pari, 66 höggum. Fjórir deila 2. sætinu þ.á.m. Thomas Pieters frá Belgíu, sem á titil að verja. Sjá má eldri umfjöllun Golf 1 um Pieters með því að SMELLA HÉR:  Hinir eru Svíinn Peter Hanson, Skotinn Scott Jamieson og Englendingurinn Graeme Storm, en allir léku þessir 4 kylfingar fyrsta hring á 5 undir pari, 67 höggum. Fylgjast má með stöðunni Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 09:00

Eimskipsmótaröðin (6): Fylgist með Securitasmótinu á skortöflu HÉR!

Securitasmótið á Eimskipsmótaröðinni  hefst kl. 9.00 í dag, föstudaginn 19. ágúst en mótið fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið er jafnframt lokamót keppnistímabilsins 2016 og verður hart barist um stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni 2016. Keppt er um GR-bikarinn á þessu móti.  Allir sterkustu kylfingar landsins taka þátt. Til þess að fylgjast með skori keppenda á Securitasmótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 08:15

Inbee Park efst í hálfleik á Ólympíuleikunum

Það er Inbee Park frá Suður-Kóreu,  sem tekið hefir við forystunni af hinni ungu Ariyu Jutunugarn frá Thaílandi. Ariya leiddi eftir 1. keppnisdag þegar hún lék 1. hring á 65 höggum, en er nú dottin niður í T-8 stöðu þ.e. er jöfn 4 öðrum í 8. sæti eftir „slælegan“ hring upp á 71 högg og er því samtals á 6 undir pari. Inbee leiðir á samtals 10 undir pari (66 66). Í 2. sæti er Stacy Lewis aðeins 1 höggi á eftir á samtals 9 undir pari (70 63). Sjá má stöðuna hjá konunum í golfinu á Ólympíuleikunum að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 2. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2016 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir á leið til Missouri

Arnar Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Sauðárkróks Skagafirði (GSS) er farinn til Bandaríkjanna í háskólanám. Háskóli hans er Missouri Valley College og verður Arnar Geir á íþróttastyrk. Þess mætti geta að Arnar Geir er klúbbmeistari GSS 2016, sem og mörg undanfarin ár! Þann 8. ágúst s.l. fór fram á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki styrktarmót fyrir Arnar, sem 48 tóku þátt í. Spilaðar voru 9 holur.  Að  móti loknu voru kaffi og glæsilegar tertur í boði fjölskyldu Arnars Geirs.