Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 21:30

Eimskipsmótaröðin 2016 (6): Axel og Saga sigruðu á Securitas-mótinu!

Það voru Saga Traustadóttir, GR, og Axel Bóasson, GK, sem stóðu uppi sem sigurvegarar  á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar í ár, Securitas-mótinu, í gær þann 21. ágúst 2016, en mótið fór fram á Grafarholtsvelli. Þetta er fyrsti sigur Sögu á Eimskipsmótaröðinni. Með sigrinum tryggði Axel sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni og fær hann 750.000 kr. í verðlaunafé fyrir árangurinn. Þetta er í annað sinn sem Axel verður stigameistari á Eimskipsmótaröðinni en hann fagnaði þeim titli í fyrsta sinn í fyrra. Keppt var um GR-bikarinn á þessu móti. Keppni í karlaflokki var mjög hörð og skor keppenda mjög gott við frábærar aðstæður á Grafaraholtsvelli. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, sjöfaldur Íslandsmeistari í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 14:00

Golfútbúnaður: Tiger búinn að finna ný járn?

Það eru akkúrat 19 dagar síðan Nike tilkynnti að það myndi ekki framar framleiða golfkylfur, golfbolta og golfpoka. Miklar vangaveltur fóru af stað um hvaða kylfur Tiger og Rory McIlroy muni nú framvegis nota, frá og með næsta keppnistímabili. Skv. aðskiljanlegum heimildum gæti Tiger verið að skipta um golfútbúnaðarframleiðanda mun fyrr en ætlað var. Stuttu eftir að Nike kom fram með tilkynningu sína, sagði umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg, að „búið væri að sníða áætlun“ sem miðaði að því að finna viðeigandi kylfur fyrir hinn 14-falda risamótsmeistara (Tiger): Það virðist sem Tiger muni fara að nota Miura kylfur (sömu kylfur og Eygló Myrra Óskarsdóttir notar m.a. hér á landi) þegar hann snýr Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 13:45

Eimskipsmótaröðin 2016: Axel hlaut 500.000 f. stigameistaratitilinn

Axel Bóasson úr Keili tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í gær með sigri á Securitasmótinu í Grafarholti. Þetta er í annað sinn sem Axel er stigameistari og varði hann titilinn frá því í fyrra. Umtalsverð hækkun á verðlaunafé til atvinnukylfinga var á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru fyrir Eimskipsmótaröðina 2016. Axel, sem er með keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni, fékk því 500.000 kr. fyrir stigameistaratitilinn. Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ afhentu Axel ávísunina á glæsilegu lokahófi sem fram fór í Grafarholtinu í gærkvöld, 21. ágúst 2016. Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni 2016: Egils-Gullmótið: Tók ekki þátt. Símamótið: Tók ekki þátt. KPMG–bikarinn, Íslandsmótið í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 11:30

Eimskipsmótaröðin 2016: Ragnhildur fagnaði sínum fyrsta stigameistaratitli

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fagnaði sínum fyrsta stigameistaratitli á Eimskipsmótaröðinni í gær. GR-ingurinn endaði í öðru sæti á Securitasmótinu en hún veitti Sögu Traustadóttur og Nínu Björk Geirsdóttur úr GM harða keppni á lokahringnum á Grafarholtsvelli. Þetta er í 28. sinn sem keppt er um stigameistaratitlinn í kvennaflokki á Íslandi. Eins og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem Ragnhildur nær þessum árangri en nafna hennar Sigurðardóttir og liðsfélagi úr GR er sú sigursælasta frá upphafi. Ragnhildur Sigurðardóttir hefur oftast fagnaði þessum titli eða níu sinnum alls. Árangur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni 2016: Egils–Gullmótið: 4. sæti. Símamótið: 4. sæti. KPMG–bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni: 2. sæti. Borgunarmótið, Hvaleyrarbikarinn: 5. sæti. Íslandsmótið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 07:15

Jóhann, Þuríður og Magnús sigruðu á Siglfirðingamótinu 2016

Siglfirðingamótið 2016 fór fram í gær 21. ágúst 2016. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera Siglfirðingur að ætt og uppruna, vera giftur einum slíkum eða eiga önnur sterk tengsl við fjörðinn fagra. Siglfirðingagolfmótið fór að þessu sinni fram í dag á Leirdalsvelli hjá GKG við þokkalegar aðstæður; völlur var þó blautur og töluverð rigning eða úði stóran part dagsins. Alls voru keppendur 72  skráðir til leiks að þessu sinni og luku 63 keppni. Almenn ánægja var með mótið sem var hið sjöunda í röðinni og er orðið að árlegum viðburði. Nokkrir keppendur komu að heiman, frá Siglufirði. Að venju voru veitt verðlaun fyrir 1. sætið í höggleik og 3 fyrstu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 05:30

Valdís Þóra ritar um þjálfara sem drepa ástríðu fyrir leiknum

Á facebook síðu sína skrifar atvinnukylfingurinn „okkar“ Valdís Þóra Jónsdóttir, úr GL, athyglisverða grein, sem á erindi við alla. Þar bendir Valdís á grein sem henni finnst góð og hún segir að hún hafi séð sjálfa sig í, en greinin heitir „The Coach That Killed My Passion.“ Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR:  Viðfangsefnið eru þjálfarar sem mismuna íþróttamönnum, en sjálf segist Valdís Þóra hafa haft kynni af einum slíkum þjálfara á námsárum sínum í Bandaríkjunum og líkt og í öllum tilvikum þar sem menn verða fyrir mismunun skiptir baklandið svo óendanlega miklu máli og var sem betur fer í tilviki Valdísar gott og mikið. Þeir sem eru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 04:00

PGA: Kim sigraði á Wyndham

Það var Si-Woo Kim, frá Suður-Kóreu,  sem stóð uppi sem sigurvegari á Wyndham Championship, sem fram fór á Sedgefield í Greensboro, Norður-Karólínu. Kim setti saman fjóra frábæra hringi undir 70 höggum; lék á samtals 21 undir pari, 259 höggum (68 60 64 67). Kim átti síðan einnig 5 högg á næsta keppanda, Luke Donald, sem lék á samtals 16 undir pari … og reyndar gaman að sjá Donald aftur á toppi skortöflu! Sjá má lokastöðuna á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta lokahringsins á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 02:00

Evróputúrinn: 5 bestu högg Peterson á D+D Czech Masters – Myndskeið

Bandaríkjamaðurinn Paul Peterson sigraði á D+D Czech Masters, sem fram fór á Albatros vellinum í Prag, Tékklandi. Peterson er fremur óþekktur og var þetta í 23. skiptið sem hann spilar í móti Evrópumótaraðarinnar. Þetta er fyrsti sigur Peterson á Evróputúrnum og í 11. skipti á keppnistímabilinu sem kylfingur er að sigra í fyrsta sinn á mótaröðinni. Peterson er jafnframt 7. örvhenti kylfingurinn til að sigra mót á Evrópumótaröðinni þetta keppnistímabil. Sjá má 5 flottustu högg Peterson á D+D Czech Masters 2016 með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 01:00

Evróputúrinn: Paul Peterson sigraði á D+D Czech Masters

Það var fremur óþekktur kylfingur Paul Peterson frá Bandaríkjunum sem sigraði á D+D Czech Masters, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum. Peterson lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (72 70 64 67). Peterson átti 1 högg á Thomas Pieters frá Belgíu, sem átti titil að verja.  Pieters sagði eftir hringinn að það væri pútterinn, sem hefði brugðist sér. Sjá má hápunkta lokahringsins á Czech Masters með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Czech Masters með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2016 | 20:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (6): Magnús fékk albatros af 296 m færi!

Á 1. keppnisdegi Securitasmótsins, 19. ágúst 2016, sem var 6. og síðasta mót ársins á Eimskipsmótaröðinni, gerði Magnús Lárusson úr Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík sér lítið fyrir og fékk ás á 1. braut Grafarholtsvallar. Brautin er par-4 og 296 m löng!!! Högg Magúsar er því hvorutveggja; albatros og hola í höggi!!! STÓRGlæsilegt!!! Golf 1 óskar Magnúsi innilega til hamingju með albatrosinn/ásinn!!!