Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 11:00

Úlfar hættir sem landsliðsþjálfari

„Golfíþróttin á Íslandi er á góðum stað og ég tel að það sé rétti tíminn fyrir mig hætta eftir rúmlega fimm ár sem landsliðsþjálfari,“ segir Úlfar Jónsson sem tilkynnti stjórn GSÍ fyrir skemmstu að hann ætli að hætta störfum um næstu áramót. „Það hefur margt breyst á undanförnum fimm árum og með hverju árinu sem líður er alltaf erfiðara og erfiðara að vera í tveimur krefjandi störfum. Starfssemin hjá GSÍ er alltaf að stækka og einnig í mínu aðalstarfi sem íþróttastjóri GKG. Það eru spennandi tímar framundan á báðum vígstöðvum, en nú tel ég rétt að velja á milli og einbeita mér að öðru hvoru. GKG varð ofan á af Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 10:00

Fowler og Walker taka þátt í Heimsbikarnum

Heimsbikarinn fer fram í Kingston Heath golfklúbbnum Melbourne, Ástralíu, 23.-27. nóvember n.k. Nú hefir verið staðfest að þeir Rickie Fowler og Jimmy Walker muni keppa fyrir hönd Bandaríkjanna. Rickie kemur í stað Bubba Watson. Þetta er í fyrsta sinn sem Fowler og Walker keppa í Heimsbikarnum. Aðrir sem þegar hafa tilkynnt þátttöku eru m.a. eftirfarandi: Ástralía   Jason Day og  Adam Scott Bandaríkin  Rickie Fowler og Jimmy Walker England Danny Willett og Lee Westwood Skotland Russell Knox og  Duncan Stewart Japan Hideki Matsuyama – eftir er að velja mótherja Spánn Rafa Cabrera Bello – eftir er að velja mótherja Suður-Kórea Byeong Hun An – eftir er að velja mótherja Írland Shane Lowry – eftir er að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 08:00

GSG: Mætið öll á Opna Tölvulistann – Texas Scramble í tilefni Sandgerðisdaga n.k. sunnudag!!!

OPNA TÖLVULISTINN – TEXAS SCRAMBLE Í tilefni Sandgerðisdaga  verður haldið  hið árlega mót Opna Tölvulistinn – Texas Scramble,  á Kirkjubólsvelli sunnudaginn 28. ágúst n.k. Leikið er með 18 holu tveggja manna Texas Scramble þar sem hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Samanlögð vallarforgjöf deilt með 3. Ekki er gefin hærri forgjöf en sem nemur forgjöf lægri keppenda. Mótsgjald er 5000 krónur á mann. Verðlaun (með veglegra móti í ár!!!):  1.sæti: 2x 40.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Kassi frá Vífilfelli. 2.sæti: 2x 30.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Kassi frá Vífilfelli. 3.sæti: 2x 20.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Kassi frá Vífilfelli. 4.sæti: 2x 10.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2016 | 19:35

U18 ára piltalandsliðið valið f. EM í Tékklandi!

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið sex leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti U18 ára pilta. Mótið fram fer í Prag í Tékklandi dagana 14.17. september n.k. Keppt verður á Golf Mladá Boleslav vellinum sem er rétt fyrir utan höfuðborgina Prag. Birgir Leifur Hafþórsson verður þjálfari liðsins í þessari ferð og Ragnar Ólafsson verður liðsstjóri. Ísland er í 2. deild í þessari keppni. Liðið er þannig skipað: Arnór Snær Guðmundsson, GHD Fannar Ingi Steingrímsson, GHG Hákon Örn Magnússon, GR Henning Darri Þórðarson, GK Hlynur Bergsson, GKG Kristján Benedikt Sveinsson, GA Upplýsingar um mótið má nálgast með því að SMELLA HÉR:  Texti: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2016 | 19:30

Saga og Patrekur keppa á DOY!

Duke of York Young Champions mótið verður haldið 13.-15. september á Royal Birkdale vellinum á Englandi. Þetta mót er fyrir 17-18 ára kylfinga, eina stúlku og einn pilt frá hverju landi. Íslendingar eiga góðu gengi að fagna á þessu sterka móti, en Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Ragnar Már Garðarsson og Gísli Sveinbergsson sigruðu 2010, 2012 og 2014. Nánari upplýsingar um mótið: Opna breska meistaramótið fer fram á Royal Birkdale á næsta ári en mótið fór þar fram síðast árið 2008 þar sem að Padraig Harrington frá Írlandi fagnaði sigri. Alls hefur Opna breska farið níu sinnum fram á þessum velli í karlaflokki. Opna breska meistaramótið í kvennaflokki fór fram síðast á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2016 | 19:00

Allenby enn á ný í fréttum!

Ó jeminn, Allenby er í fréttunum einu sinni enn. Ástralski kylfingurinn hefir verið meira í fréttum vegna undarlegra atburða í lífi hans fremur en kunnáttuna í golfi, t.a.m. var „hann rotaður, honum rænt og öllu af honum í leiðinni“ á Hawaii en það kom í ljós að það var eitthvað orðum aukið. Svo var hann handtekinn fyrir óspektir á almannafæri á spilavíti einu í Illinois fyrir viku síðan. Og nú er Allenby aftur í fréttunum vegna þess að hann hefir hafið herferð gegn öllum „hatursmönnum sínum“, sem hafa borið hann saman við Ólympíu sundkappann Ryan Lochte. Lochte þessi segist hafa verið rændur eftir að hafa verið ógnað með byssu í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Kjartansdóttir – 23. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Auður Kjartansdóttir. Auður er fædd 23. ágúst 1991 og er því 25 ára í dag! Hún er klúbbmeistari Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2013, 2014, 2015 og 2016 eða 4 ár í röð!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Auði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Auður Kjartansdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Thomson, 23. ágúst 1929 (87 ára); Skylmingafélag Reykjavíkur 23. ágúst 1948 (68 ára); Guðrún Sesselja Arnardóttir 23. ágúst 1966 (50 ára STÓRAFMÆLI – Innilega til hamingju!!!); Mo Joong-kyung, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2016 | 10:00

Heimslistinn: Si-Woo Kim upp um 52 sæti!

Staða efstu 10 á heimslistanum, vikuna 22. ágúst 2016 er eftirfarandi: 1. sæti  Jason Day 14.17 stig 2. sæti  Dustin Johnson 10.99 stig 3. sæti Jordan Spieth 10.11 stig 4. sæti Henrik Stenson 9,34 stig 5. sæti Rory McIlroy 8.94 stig 6. sæti Bubba Watson 6.65 stig 7. sæti Adam Scott 6.38 stig 8. sæti Rickie Fowler 6.12 stig 9. sæti Justin Rose 6.01 stig 10. sæti Danny Willett 5.83 stig 4 af efstu 10 eru frá Bandaríkjunum – líkt og það eru 4 af efstu 10 frá Evrópu … og svo tveir frá Ástralíu. Þess mætti geta að sigurvegarar síðustu helgi tóku risastökk upp heimslistann. Siwoo Kim frá Suður-Kóreu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2016 | 08:00

PGA Tour: Hvað var í sigurpoka Si-Woo Kim?

Si-Woo Kim, 21 árs, frá Suður-Kóreu sigraði á sínu fyrsta móti á PGA Tour nú um helgina þegar hann landaði sigri í Wyndham Championship. Eins og alltaf er forvitnilegt að líta á „verkfærin“ í pokanum hjá sigurvegurum. Eftirfarandi kylfur voru í sigurpoka Kim: Dræver: TaylorMade M1 460 (Mitsubishi Rayon Diamana Blue S+ 70X skaft), 8.5°. 3-tré: TaylorMade M1 (Mitsubishi Rayon Diamana White D+ 80X skaft), 14°. 5-tré: TaylorMade M2 (Matrix SpeedRulz 80 Type-C shaft), 18°. Járn: TaylorMade Tour Preferred MB ’14 (3-9; KBS Tour V sköft). Wedge-ar: Titleist Vokey Design SM6 (47 F-Grind, 53 M-Grind and 59 J-Grind°; KBS Tour V sköft). Pútter: Odyssey Works #7 Crank Hosel. Bolti: TaylorMade Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2016 | 22:30

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —- 22. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 31 árs afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar til dagsins í dag í risamóti; besti árangurinn er að verða Lesa meira