Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2016 | 18:00
Ólafía Þórunn T-6 e. 2. dag LPGA úrtökumóts í Kaliforníu

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR tekur þátt í LPGA and Symmetra Qualifying School Stage I, en mótið fer fram í Rancho Mirage í Kaliforníu. Ólafía hefir spilað 2 hringi á samtals 5 undir pari, 139 höggum (68 71) Hún er T-6 þ.e. deilir 6. sætinu í mótinu ásamt 4 öðrum kylfingum. Sú sem leiðir þessa stundina er Sarah Schmelzel frá Bandaríkjunum á samtals 10 undir pari (67 67) Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Eiríkur Þór og Kristján – 26. ágúst 2016 – Uppskrift af afmælisbrownies fylgir!!!

Afmæliskylfingar dagsins eru Eiríkur Þór Hauksson og Kristján Vigfússon. Eiríkur Þór er fæddur 26. ágúst 1975 og á því 41 árs afmæli. Kristján er fæddur 26. ágúst 1965 og á 51 árs afmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan Eiríkur Þór Hauksson · 41 árs (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Kristján Vigfússon – 51 árs (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Hudson, 26. ágúst 1945 (71 árs); Howard K. Clark, 26. ágúst 1954 (62 ára); James Edgar Rutledge 26. ágúst 1959 (57 ára); Ben Martin, 26. ágúst 1987 (29 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2016 | 15:00
Evróputúrinn: Dredge í forystu í Danmörku í hálfleik

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Made in Denmark mótið, sem fer fram á Himmerland Golf & Spa Resort. Í hálfleik er það Wales-verjinn Bradley Dredge sem er í forystu á samtals 13 undir pari, 129 höggum (63 66). Í 2. sæti er Svíinn Joakim Lagergren á samtals 10 undir pari (62 70). Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Made In Denmark SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Úlfar Jónsson —— 25. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Úlfar Jónsson, fráfarandi landsliðsþjálfari. Úlfar er fæddur 25. ágúst 1968 og á því 48 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Úlfar Jónsson– 48 ára Innilega til hamingju með afmælið!!! Magnús Eiríksson (70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Dwight Nevil, 25. ágúst 1944 (72 ára); Magnús Eiríksson, 25. ágúst 1945 (71 árs); Thorunn Erlu Valdimarsdottir, 25. ágúst 1954 (62 ára); Ingi Karl Ingibergsson 25. ágúst 1962(54 ára); Angela Park (á kóreönsku: 박혜인) 25. ágúst 1988 (28 ára) …. og …… Golf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2016 | 08:00
Unglingaeinvígið í Mosó fer fram í dag

Hið árlega Unglingaeinvígi fer fram í dag, 25. ágúst 2016, á Hlíðarvelli, í Mosfellsbæ. Nú þegar er ljóst hverjir 3 komast í úrslitaeinvígið úr flokki 15-16 ára en það eru: Viktor Ingi Einarsson(GR) Ingvar Andri Magnússon (GR) Ragnar Már Ríkharðsson (GM) Í flokki 14 ára hafði Hulda Clara betur gegn Kingu Korpak og Saga Trausta gegn Jason Nóa. Annars eru fréttir uppfærðar reglulega á Unglingaeinvígissíðunni sem komast má inn á með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 20:00
GV: Guinot Open fer fram laugardaginn 27. ágúst – Allar að mæta!!!

Það er ekki orðum aukið að Vestmannaeyjavöllur er einn alglæsilegasti golfvöllur landsins. Og á þessum yndislega velli fer nú á laugardaginn loks fram Guinot Open kvennamót, en því miður hefir þurft að fresta mótinu tvisvar (18. júní og 16. júlí) vegna veðurs. Nú eru líkur á að takist að halda mótið því veðurspáin er bara ansi hreint ágæt – Sjá með því að SMELLA HÉR: Hægt er að skrá sig með því að SMELLA HÉR: – Nú er bara um að gera að mæta út í Eyjar og skemmta sér í góðum félagsskap! Upplýsingar um mótið: GUINOT Open kvennamót verður haldið 27. ágúst 2016 á golfvellinum í Vestmannaeyjum. Glæsileg verðlaun verða Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 18:00
Sigur eða tap – evrópska Ryder bikars liðið verður smart!

Ryder bikarskeppnin nálgast þ.e. keppnin sjálf og síðan keppnin milli alls þess, sem aukreitis er. Hvort liðið er betur klætt, hvort liðið með betri útbúnað, hvort liðið með sætustu eiginkonurnar og kærusturnar (WAGS-in), hvort – en fyrst og fremst bara hver er bestur eða réttara sagt hvort liðið er betra? Þó lið Evrópu hafi sigrað í síðustu 3 Ryder bikarskeppnum (2010, 2012 og 2014) þá er lið Bandaríkjanna ansi sigurþyrst og þar að auki á heimavelli. Það er alltaf gott að líta vel út á golfvellinum – það gefur aukið sjálfstraust – og ekki er vanþörf á meðal klikkaðra bandaríska áhorfenda, en golfbullur eru frægar sérlega í Ryder bikarsmótum Evrópska Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 17:00
3 GSFÍ kylfingar keppa í Kalmar

Þrír íslenskir kylfingar úr röðum Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) verða á meðal keppenda á Opna sænska meistaramótinu í golfi sem fram fer um næstu helgi. Keppt verður á glæsilegum keppnisvelli í borginni Kalmar og stendur keppnin yfir í tvo daga. Sveinbjörn Guðmundsson, Elín Fanney Ólafsdóttir og Þóra María Fransdóttir verða fulltrúar Íslands á þessu móti. Minningarsjóður Harðar Barðdal styður við bakið á keppendunum í þessu verkefni og fær hver kylfingur 75.000 kr. í styrk úr sjóðnum. Sjá má myndskeið af keppnisvellinum í Kalmar hér að neðan:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sam Torrance —– 24. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Sam Torrance, OBE. Torrance er fæddur í Largs, Skotlandi 24. ágúst 1953 og á því 63 ára afmæli í dag!!! Torrance gerðist atvinnumaður í golfi 16 ára og hefir á ferli sínum sigrað 43 sinnum þar af í 21 skipti á Evrópumótaröðinni (og er í 10. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð). Seinni ár hefir Torrance spilað á European Seniors Tour þ.e. öldungamótaröðinni og þar hefir hann sigrað 11 sinnum. Besti árangur Torrance í risamóti er 5. sæti á Opna breska árið 1981. Torrance er kvæntur Suzanne Danielle (frá árinu 1988), en Suzanne er ensk leikkona (ekki mjög þekkt hér á landi). Torrance Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2016 | 12:00
Love: „Tiger er framtíðar Ryder Cup fyrirliði“

Davis Love III segir Tiger Woods sem nýlega var valinn aðstoðarfyrirliði bandaríska liðsins í Ryder Cup, vera besta taktíska stjórnandann. Davis Love III bætti við að Tiger Woods væri framtíðarfyrirliði liðsins. „Hann verður eflaust fyrirliði í framtíðinni, þannig að hann verður að vera hluti af þeim sem taka ákvarðanir í þessari nýju Ryder Cup nefnd,“ sagði love. „Tiger hefir hins vegar meiri áhuga á strategíunni – koma liðinu saman, taka þátt í vali leikmanna, búa til smáa hópa eða paranir. Hann er taktískasti liðsmaðurinn. Og hann hefir verið hjálplegur við hvernig eigi að undirbúa sig fyrir risamót.“ „Hann er líkur mér,“ sagði Love. „Hann er spenntur fyrir þessu, sefur ekki Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

