Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2016 | 22:00

PGA: Reed sigraði á Barclays – Hápunktar 4. dags

Það var Patrick Reed, sem stóð uppi sem sigurvegari á The Barclays mótinu, sem er fyrsta mótið í FedEx Cup umspilinu. Leikið var á Bethpage Black í New York. Reed lék á samtals 9 undir pari, 275 höggum (66 68 71 70). Reed þakkaði sigurinn m.a. mági sínum, Kessler Karain, sem er á pokanum hjá honum – Karain hvatti Reed áfram þegar allt virtist ganga á afturfótunum hjá honum, sagði m.a. á einum punkti að sér væri sama – bara að Reed héldi áfram að slá góð golfhögg, það sem eftir væri lokahringsins … og það gerði Reed svo sannarlega! Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Reed urðu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2016 | 20:00

GSG: Leiran sigraði á Kirkjubólsvelli!

Í dag 28. ágúst 2016 fór fram Opna Tölvulistinn – Texas Scramble á Kirkjubólsvelli. Úrslit úr Opni Tölvulistinn – Texas Scramble eru eftirfarandi: 1.sæti: Leiran – 62högg 2.sæti: Team Morinho – 62 högg 3.sæti:Buffalo Wild Wings – 63 högg 4.sæti: Vildi – 64 högg 5.sæti: Fjölnir – 64 högg 6.sæti: Sykurpúðar – 64 högg 7.sæti: Hallur & Hallfreðsson 64 högg 8.sæti: 2 ferskir – 64 högg 9.sæti: Golfólfur Hammer – 64 högg 10.sæti: Bakkabræður – 64 högg Næstur holu á 2.braut – Ingvaldur Ben Erlendsson 1,42m. Næstir holu í tveimur höggum á 7.braut – Hjalti/Finnur 0,14m. Næstur holu á 8.braut – Ómar M Björnsson 1,75m. Næstur holu á 9.braut – Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Hrafnsson – 28. agúst 2016

Það er Pétur Hrafnsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Pétur er fæddur 28. ágúst 1966 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Péturs, til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Pétur Hrafnsson – 50 ára – innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Butch Harmon, 28. ágúst 1943 (73 ára); Jóhann Árelíuz (64 ára); David Whelan, 28. ágúst 1961 (55 ára); Lee McLeod Janzen, 28. ágúst 1964 (52 ára); Yugi Igarashi, 28. ágúst 1968 (48 ára); Joakim Haeggman 28. ágúst 1969 (47 ára); Kristrún Heimisdóttir, 28. ágúst 1971 (45 ára); Gísli Rafn Árnason (43 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2016 | 14:00

Evróputúrinn: Pieters sigurvegari á Made in Denmark – Hápunktar 4. dags

Það var Thomas Pieters frá Belgíu sem sigraði á Made in Denmark mótinu, móti vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fór fram á Himmerland Golf & Spa Resort. Sigurskor Pieters var 17 undir pari, 267 högg (62 71 69 65). Sigurinn var naumur því aðeins munaði 1 höggi á Pieters og Walesverjanum Bradley Dredge sem varð í 2. sæti. Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2016 | 12:00

Challenge Tour: Birgir Leifur lauk keppni T-29

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á lokahringnum á Bridgestone mótinu sem lauk í dag, 28. ágúst 2016,  á Englandi. Mótið var hluti af næst sterkustu mótaröð Evrópu í karlaflokki. Birgir lék lokahringinn á +2 en hann var í 8. sæti fyrir lokahringinn á -11 samtals. Birgir Leifur lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (67 73 65 74) og lauk keppni T-29 þ.e. jafn öðrum í 29. sæti. Belginn Thomas Detry lék magnað golf en hann sigraði á -29 samtals og var hann 12 höggum á undan næsta manni. Ivó Giner er sá eini sem hefur afrekað að leika á -29 á fjórum keppnisdögum á Áskorendamótaröðinni Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2016 | 10:00

Henning Darri sigurvegari Unglingaeinvígisins í Mosó 2016!

Henning Darri Þórðarson, GK sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ þetta árið, 2016, en einvígið var háð 25. ágúst venju skv. á Hlíðarvelli hjá GM! Henning Darr hafði betur í úrslitaviðureigninni gegn Arnóri Snæ Guðmundssyni frá Dalvík. Þetta er í fyrsta sinn sem Henning Darri sigrar á þessu móti en þetta var í 12. sinn sem þetta mót fer fram. Keppnisfyrirkomulagið í Unglingaeinvíginu er með þeim hætti að fyrir hádegi er leikinn undankeppni þar sem að 10 efstu kylfingarnir komast í sjálft Unglingaeinvígið. Þar eru leiknar 9 holur og fellur einn keppandi úr leik á hverri holu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Ef kylfingar voru jafnir á hæsta skorinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2016 | 08:00

GV: Hrönn Harðar sigraði í Guinot Open!

Guinot Open kvennamótið fór fram á Vestmannaeyjavelli í gær, þann 27. ágúst í skínandi góðu veðri. Keppnisform var punktakeppni og alls voru 68 kvenkylfingar sem tóku þáttþ Glæsileg verðlaun voru veitt fyrir 5 efstu sætin. Guinot er franskt gæða snyrtivörumerki sem er einstakt í sinni röð og er þekkt út um allan heim. Nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum og dregið úr fjölda skorkorta í mótslok. Sigurvegari í mótinu var heimakonan sigursæla, Hrönn Harðardóttir, GV, en hún var með 39 punkta á fallega heimavellinum og betri á seinni 9 (19 20) en GR-ingurinn Margrét Þorvaldsdóttir, sem varð í 2. sæti á sama punktafjölda, 39 punktum (20 19). í 3. sæti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rafn Hagan Steindórsson – 27. ágúst 2016

Það er Rafn Hagan Steindórsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Rafn fæddist 27. ágúst 1956 og hefði því átt 60 ára merkisafmæli í dag.  Hann lést 4. apríl á þessu ári. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 27. ágúst 1953 (63 ára), Don Pooley, 27. ágúst 1957 (59 ára); Bernhard Langer, 27. ágúst 1957 (59 ára) Soffia K. Pitts, 27. ágúst 1958 (58 ára); Pat Kosky Gower, 27. ágúst 1968 (48 ára); Blake Adams 27. ágúst 1975 (41 árs); Hafdís Su 27. ágúst 1977 (38 ára); Richard Sterne, 27. ágúst 1981 (35 ára); Birdie Kim, 27. ágúst 1981 (35 ára); Aldís Ósk Unnarsdóttir, 27. ágúst 1997 (19 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2016 | 07:00

Golfbrellur golfþjálfarans

Golfþjálfarinn Ryan Rustand sem líka nefnir sig Coach Rusty kann nokkrar frábærar golfbrellur. USA TODAY Sports birti þær og má sjá myndskeið með þeim með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2016 | 00:01

PGA: Reed efstur á Barclays í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Það er Patrick Reed sem leiðir á 1. mótinu af 4 í FedEx Cup, The Barclays. Reed lék 2. hring á Bethpage Black í New York, þar sem mótið fer fram á 3 undir pari, 68 höggum – fékk 6 fugla, 9 pör og 3 skolla. Samtals hefir Reed spilað á 8 undir pari (66 68). Öðru sætinu deila Emiliano Grillo frá Argentínu og Rickie Fowler, báðir á samtals 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á The Barclays eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta The Barclays eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: