Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2016 | 01:00

Ecco Tour: Axel og Ólafur Björn náðu niðurskurði í Ålandsbanken Finnish Open

Axel Bóasson, GK;  Ólafur Björn Loftsson, GKG og Pétur Freyr Pétursson, GR taka þátt í, en mótið er hluti af Ecco Tour mótaröðinni. Mótið stendur dagana 31. ágúst – 2. september 2016 og lýkur því í dag. Spilað er á Kungsbanan í Ålands golfklúbbnum. Í gær eftir 2 daga leik var skorið niður og komst Pétur Freyr (21 yfir pari, 165 högg (81 84)) ekki í gegnum niðurskurð. Axel (2 yfir pari, 146 högg (73 73)) og Ólafur Björn (2 yfir pari, 146 högg (72 74))  hins vegar komust í gegn (báðir T-39)  og leika því 3. hringinn í dag.  Niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari (50. sætið eða betur). Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Ólafsson – 1. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur. Ragnar er fæddur 1. september 1956 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann hefir verið liðsstjóri fjölmargra landsliða sem keppt hafa erlendis. Sjá má gamalt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Al Geiberger “Mr. 59”, 1. september 1937 (79 ára); Manuel Piñero Sanchez, 1. september 1952 (64 ára); Guðríður Vilbertsdóttir, 1. september 1954 (62 ára); Ballettskóli Eddu Scheving (55 ára) Else Marie & Elin Margrethe Skau, 1. september 1967 (49 ára) Friðrik K. Jónsson 1. september 1970 (46 ára); Örnólfur Kristinn Bergþórsson, 1. september 1975 (41 árs); Gítarskóli Ólafs Gauks, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2016 | 07:00

Evróputúrinn: Fylgist með Omega European Masters hér

Í dag hefst í Crans sur Sierre, Omega European Masters, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Leikið er venju skv. í Crans Montana í Sviss. Margir þekktir kylfingar Evrópu eru meðal keppenda. M.a. Miguel Angel Jimenez, Chris Wood, Alejandro Cañizares, Danny Willett,  Matthew Fitzpatrick o.fl. o.fl. Fylgjast má með stöðunni á Omega European Masters með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gísli Sveinbergsson – 31. ágúst 2016

Það er Gísli Sveinbergsson, GK sem er afmæliskylfingur dagsins á Golf 1. Gísli er fæddur 31. ágúst 1997 og er því 19 ára í dag. Gísli er kunnari en frá þurfi að segja; afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, í afrekshóp völdum af landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Gisli Sveinbergsson (19 ára – Innilega til hamingju með daginn!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: The Hon. Michael Scott, 31. ágúst 1878 – 9. janúar 1959; Isao Aoki, 31. ágúst 1942 (74 ára); Elías Kristjánsson, GSG, 31. ágúst 1954 (62 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2016 | 10:00

Clarke valdi Kaymer, Westy og Pieters

Darren Clarke, fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum valdi Martin Kaymer, Lee Westwood og Thomas Pieters í lið sitt, sem mæta mun liði Bandaríkjanna á heimavelli þeirra í Hazeltine National golfklúbbnum í Chaska, Minnesota 27. september – 2. október n.k. Kaymer og Westy eru reynsluboltar, sem hafa verið í sigurliðum í Rydernum; Kaymer 4 sinnum og þetta verður 10. skiptið sem Westy tekur þátt. Thomas Pieters frá Belgíu er nýliði. Clarke sagðist m.a. hafa valið Pieters vegna þess að hann minnti sig á Tiger og Rory. Sjá má lið Evrópu og Bandaríkjanna á heimasíðu Rydersins með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2016 | 08:00

Eimskipsmótaröðin (7): Nýherjamótið fer fram um helgina í Vestmannaeyjum!

Nýherjamótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram um helgina í Vestmanneyjum. Mótið markar upphaf á nýju keppnistímabili á mótaröðinni 2016-2017. Það er að miklu að keppa fyrir kylfingana sem taka þátt á Nýherjamótinu til þess að safna stigum og koma sér í góða stöðu fyrir baráttuna um efstu sætin á Eimskipsmótaröðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnistímabil hefst að hausti á Eimskipsmótaröðinni en alls verða mótin átta á þessu tímabili. Tvö þeirra fara fram á þessu ári og sex á næsta ári. Keppni hefst á Nýherjamótinu á föstudaginn og verða leiknar 18 holur á dag og alls 54 holur. Margir þekktir kylfingar eru á meðal keppenda á Nýherjamótinu og þar á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Amanda Moltke-Leth. Amanda er fædd í Kaupmannahöfn 30. ágúst 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Foreldrar Amöndu voru diplómatar og var hún því á eilífu flandri um heiminn, þegar hún var yngri. Hún byrjaði ung að spila golf og hætti á LET eftir farsælan feril 2011, til þess að gerast lögreglukona. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Francisco Abreu, 30. ágúst 1943 (73 ára);  Erling Svanberg Kristinsson, 30. ágúst 1951 (65 ára); Ingibjörg Snorradóttir, 30. ágúst 1951 (65 ára); Beth Bader, 30. ágúst 1973 (43 árs) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2016 | 14:00

GR: Opna Eimskipsmótið fer fram 3. sept n.k.!!!

Grafarholtsvöllur hefur svo sannarlega tekið kipp núna seinnipart sumars og er óhætt að segja að völlurinn sé að skarta sínu fegursta þessa dagana og hefur fengið mikið lof fyrir. Það er því sannarlega gaman fyrir kylfinga að koma og njóta þess að spila Grafarholtsvöll í sínu besta ástandi áður en golfsumarið tekur enda en næstkomandi laugardag, 3. september, verður Opna Eimskipsmótið haldið, ræst verður út frá kl. 08:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2016 | 12:00

Golfútbúnaður: Nýja Callaway Big Bertha Fusion

Callaway segir Big Bertha Fusion dræverinn vera mest fyrirgefandi dræverinn sem þeir hafi framleitt. Notað er málmblendingur (á ensku nefnt „triaxial carbon“) á kylfuhöfði og hluta af sólanum. Þessi blendingur er þynnri og léttari en áður hefir verið í dræverum frá Callaway. Í kylfuhöfðinu vega þessir bitar 15 grömm en voru áður a.m.k. 5 grömmum þyngri eða allt að 30 grömmum ef nota var títaníum. Massinn dreifist frá höfðinu og sólanum að bakhlutanum sem veldur 24% hærra MOI-i og lægri, dýpra CP (til þess að fá minna spinn) en er t.a.m. á hinum vinsæla XR 16 dræver. Önnur Big Bertha Fusion tré (sem hvert kosta $249), munu fást frá 30. ágúst.


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2016 | 10:00

Rickie stefnir á titilvörn á Deutsche Bank

Mót vikunnar á PGA Tour fer fram í  Massachusetts en það er 2. mótið í FedEx Cup umspilinu, Deutsche Bank Championship Rickie Fowler stefnir að því að verja titil sinn á TPC Boston. Eftir slakan lokahring á The Barclays í síðustu viku verður Rickie a.m.k. að bæta árangur sinn á Deutsche Bank Championship. Hann varð að landa 3. sætinu eða gera betur á Bethpage Black í síðustu viku til þess að tryggja sér sæti sitt í Ryder bikars liði Bandaríkjanna, en spilað er um bikarinn fræga á Hazeltine í Bandaríkjunum að þessu sinni. Hann hafði tækifærið í höndum sér en það fór forgörðum og nú verður hann að treysta á að fyrirliði liðs Lesa meira