Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2016 | 15:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (7): Berglind eykur forskot sitt á 2. degi Nýherjamótsins!!!

Það er Berglind Björnsdóttir, GR sem leiðir á 7. og síðasta móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Leikið var við þokkalegar aðstæður á Vestmannaeyjavelli – þótt Vestmannaeyjahlaupið hafi verið á sama tíma með tilheyrandi fagnaði og sprengjum í bænum, sem trufluðu aðeins. Berglind er búin að spila frábært golf er á 7 yfir pari, 147 höggum (73 74). Saga Traustadóttir er í 2. sæti á 13 yfir pari – Í gær hafði Berglind 4 högga forystu á þá sem næst vr nú er hún búin að auka forskotið í 6 högg. Sjá má stöðuna eftir 2. dag í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni hér að neðan: 1 Berglind Björnsdóttir GR 4 F 36 38 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2016 | 12:00

LPGA: Marina Alex efst í hálfleik Manulife

Það er Marina Alex frá Bandaríkjunum sem leiðir eftir 2. dag Manulife LPGA Classic. Hún hefir spilað á samtals 10 undir pari, 134 höggum (70 64). Í 2. sæti eru Thap.K. Kongkraphan frá Thaílandi og Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu, báðar aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta 2. dags Manulife SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Manulife mótsins SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2016 | 10:00

PGA: Hahn og Moore efstir e. 1. dag Deutsche Bank

Það eru þeir James Hahn og Ryan Moore sem eru efstir og jafnir eftir 1. hring Deutsche Bank Championship, sem leikinn var í gærkvöldi. Venju skv. er leikið á TPC Boston í Norton, Massachusetts. Báðir léku þeir 1. hring á 6 undir pari. Sjá má hápunkta 1. hrings á Deutsche Bank með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Deutsche Bank Championship en 2. hringur er hafinn með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2016 | 04:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (7): Henning Darri efstur (-3) e. 1. dag Nýherjamótsins!

Það er Henning Darri Þórðarson, GK, sem er efstur eftir 1. dag Nýherjamótsins, sem er 7. mót Eimskipsmótaraðarinnar, en leikið er á Vestmannaeyjavelli. Henning Darri lék 1. hringinn á stórglæsilegum 3 undir pari, 67 höggum – fékk 4 fugla, 13 pör og 1 skolla. Hann hefir samt aðeins 1 höggs forystu á heimamanninn og golfkennara GV, Einar Gunnarsson og Arnór Inga Finnbjörnsson, GR og Kristján Þór Einarsson, GM sem allir léku á 2 undir pari, 68 höggum og deila 2. sætinu e. 2. dag. Spennandi keppni framundan í dag og á morgun á Nýherjamótinu, en 41 keppandi er í karlaflokki. Staðan eftir 1. dag Nýherjamótsins 2016 í karlaflokki er eftirfarandi:  Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2016 | 03:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (7): Berglind efst í kvennafl. e. 1. dag á Nýherjamótinu!

Það er Berglind Björnsdóttir, GR, sem er efst á Nýherjamótinu út í Eyjum, en það hófst í gær. Nýherjamótið er 7. mótið í ár (2016) á Eimskipsmótaröðinni. Berlind lék á 3 yfir pari, 73 höggum – fékk 2 fugla og 5 skolla. Alls eru kvenkylfingar í þessu 7. móti Eimskipsmótaraðarinnar í ár 6. Sjá má stöðuna eftir 1. dag í kvennaflokki á Nýherjamótinu hér að neðan: 1 Berglind Björnsdóttir GR 4 F 36 37 73 3 73 73 3 2 Saga Traustadóttir GR 3 F 36 41 77 7 77 77 7 3 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 6 F 40 38 78 8 78 78 8 4 Ragnhildur Kristinsdóttir GR Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2016 | 02:00

Challenge Tour: Birgir Leifur fór gegnum niðurskurð á Cordon Golf Open!

Birgir Leifur Hafþórsson, sjöfaldur Íslandsmeistari úr GKG, lék á pari vallar á öðrum keppnisdeginum á Cordon Golf Open mótinu sem hófst í gær í Frakklandi. Alls hefir Birgir Leifur leikið á sléttu pari, 140 höggum (70 70). Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour), sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu. Birgir bjargaði sér fyrir horn og komst í gegnum niðurskurðinn með tveimur fuglum í röð á lokaholunum. Hann lenti í ýmsum hrakningum á hringnum og lék m.a. par 4 braut á átta höggum. Birgir er í 48. sæti en þeir sem voru á +1 eða betra skori komust áfram. Alexander Knappe frá Þýskalandi er efstur á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2016 | 01:00

Þórður Rafn komst gegnum niðurskurð í Tékklandi!

Þórður Rafn Gissurarson, GR,  tekur þátt í WGM Beroun Czech Open 2016, en mótið er hluti af tékkneska PGA. Spilað er í Beroun golfklúbbnum, sem er um 30 km suðvestur af Prag. Eftir 2. dag er Þórður Rafn í 33. sæti; hefir leikið á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (75 74). Á 2. hring fékk Þórður Rafn 3 fugla, 11 pör 3 skolla og 1 skramba. Hann komst í gegnum niðurskurð en 60 efstu af 114 keppendum leika áfram um helgina – niðurskurður var miðaður við 11 yfir pari, 155 högg. Sjá má stöðuna á WGM Beroun Czech Open 2016  með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2016 | 17:00

Evróputúrinn: Bland, Green og Langasque efstir í hálfleik í Crans

Það eru Richard Bland frá Englandi, Ástralinn Richard Green  og fremur óþekktur franskur kylfingur, Romain Langasque, sem eru efstir í hálfleik á Omega Masters mótinu, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fer fram í Crans sur Sierre golfklúbbnum í Crans Montana í Sviss. Þessir 3 eru allir á 9 undir pari, 131 höggi; Bland (67 64), Green (65 66) og Langasque (68 63). Til þess að sjá nokkra hápunkta seinniparts 2. dags á Omega Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Omega Masters SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Þorsteinsson – 2. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Hörður Þorsteinsson, fv. framkvæmdastjóri GSÍ. Hörður er fæddur 2. september 1961. Hann er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Hörður er viðskiptafræðingur, í sambúð með Ásdísi Helgadóttur og á 4 dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hörður Þorsteinsson (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marian McDougall, f. 2. september 1913 – d. 14. maí 2009 (hefði átt 103 ára afmæli í dag; Bergsveinn Þórarinsson, GKG, 2. september 1957 (59 ára); Sigurður Jonsson, 2. september 1957 (59 ára); Einar Long, GR, 2. september 1958, (58 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2016 | 07:30

Jutanugarn sækir að toppsæti Ko

Ariya Jutanugarn frá Thaílandi er að reyna að velta Lydiu Ko frá Nýja-Sjálandi, úr efsta sæti Rolex-heimslistans. Það er einvígi milli þeirra beggja en milli sín hafa þær stöllur sigrað í 9 af 23 mótum LPGA, þ.á.m. sitthvorn risatitilinn. Jutanugarn hefir einum vinningi meira en Ko þ.e. 5 sigra og er nú aðeins 5 stigum á eftir Ko á stigalista leikmanns ársins, eftir að hún sigraði á Opna kanadíska (Canadian Open). Jutanugarn hefir mikið forskot framyfir Ko í lengd þrátt fyrir að slá aðeins með 3-tré eða 2-járni af teig síðan í maí, þegar hún hóf sigurgöngu sína. Jutanugarn er í 13. sæti hvað varðar lengd af teig (með 267 Lesa meira