Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 18:00
Viðtalið: Jóhannes Ottósson, GM

Fullt nafn: Jóhannes Ottósson. Klúbbur: GM. Hvar og hvenær fæddistu? Þingeyrum, 11. janúar 1954. Hvar ertu alinn upp? Skagafirði við hliðina á Stefán P. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er skoðunarmaður hjá Frumherja og bílstjóri hjá Grayline. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er í sambúð og við eigum saman 5 börn. Mjög margir í fjölskyldunni minni sem spila golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði í golfi 2011. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Það var vegna þess að vinnufélagi minn var í golfi – vorum að vinna saman í eftirlit – hann var í golfklúbb – þannig að ég ákvað Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Dawn Shockley —– 4. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Dawn Shockley. Hún er fædd 4. september 1986 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hún var nýliði á LET 2012 og má skoða eldri umfjöllun Golf 1 um hana með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Raymond Floyd, 4. september 1942 (74 ára); Tom Watson, 4. september 1949 (67 ára); Ásbjörn Björgvinsson 4. september 1957 (59 ára); Gestur Halldórsson, 4. september 1960 (56 ára) Christian Þorkelsson (55 ára); Pétur Már Ólafsson, 4. september 1965 (51 árs); Laura Lyn Rosier-Heckaman 4. september 1968 (48 ára); Óska Skart (32 ára) Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 15:21
Eimskipsmótaröðin 2016 (7): Tumi Hrafn Kúld sigraði e. bráðabana við Hrafn Guðlaugs!!!

Það var Tumi Hrafn Kúld úr Golfklúbbi Akureyrar, sem stóð uppi sem sigurvegari á Nýherjamótinu sem fram fór 1.-3. september og var 7. og næstsíðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár (og reyndar 1. mótið á 2016-1017 keppnistímabilinu, en nýung er að hefja keppnistímabil Eimskipsmótaraðarinnar að hausti, svipað og á PGA mótaröðinni). Keppnin var gríðarlega spennandi undir lokin. Sigurskor Tuma Hrafns, sem spila mun í háskólagolfinu í Bandaríkjunum í Wisconsin, eftir að menntaskóla lýkur, var 5 undir pari, líkt og hjá Hrafni Guðlaugssyni, GSE. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra Hrafnanna og þar hafði Tumi Hrafn betur með fugli!!! Innilega til hamingju Tumi Hrafn – Stórglæsilegt!!! Sjá má Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 15:00
Eimskipsmótaröðin 2016 (7): Berglind sigraði í kvennaflokki á Nýherjamótinu!!!

Berglind Björnsdóttir, GR, var í forystu alla 3 keppnisdagana á Nýherjamótinu, sem fram fór á Vestmannaeyjavelli. Í eldra viðtali við Golf 1 sagði Berglind sem þá, er viðtalið var tekið, var nýbúin að sigra á Egils Gull mótinu út í Eyjum 2012 að hún kynni vel við sig þar – Eins varð hún Íslandsmeistari í höggleik í unglingaflokki í Eyjum árið 2015. Sjá nánar með því að SMELLA HÉR: Sigurskor Berglindar út í Eyjum á Nýherjamótinu var 12 yfir pari, 222 högg (73 74 75). Innilega til hamingju – Stórglæsilegt hjá Berglindi!!! Í 2. sæti varð Ragnhildur Kristinsdóttir, GR á samtals 16 yfir pari og í 3. sæti Saga Traustadóttir, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 14:45
Challenge Tour: Birgir Leifur lauk keppni T-12 í Pleneuf!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í móti Challenge Tour, Cordon Golf Open, sem fram fór í Golf Blue Green de Pleneuf Val André, í Frakklandi. Birgir Leifur varð T-12 þ.e. deildi 12. sætinu með 5 öðrum kylfingum, sem einnig léku á samtals 5 undir pari. Birgir Leifur lék á samtals 5 undir pari, 275 höggum (70 70 65 70). Sigurvegari mótsins varð Alvaro Velasco frá Spáni, sem lék á samtals 12 undir pari; en lokahringur hans upp á glæsileg 62 högg (8 undir pari) átti stóran þátt í sigri hans. Sjá má lokastöðuna í Cordon Golf Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 12:00
PGA: Sjáið flottan örn Chappell á 2. hring Deutsche Bank! – Myndskeið

Kevin Chappell átti frábæran örn á 2. hring Deutsche Bank Championship í gær, 3. september 2016 Örninn kom á par-5 7. braut TPC Boston. Þessi örn átti sinn þátt í að fleyta Chappell í 1. sætið í hálfleik, en hann lék 2. hring á frábærum 64 höggum. Á hringnum fékk Chappell 1 örn, 6 fugla og 1 skolla og lék alls á 7 undir pari, 64 höggum. Sjá má örn Chappell með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 10:00
PGA: Chappell efstur e. 2. dag Deutsche Bank

Það er bandaríski kylfingurinn Kevin Chappell sem er efstur í hálfleik á Deutsche Bank Championship, 2. móti FedExCup umspilsins. Chappell er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 131 höggi (67 64). Í 2. sæti eru Englendingurinn Paul Casey og Solheim Cup leikmaðurinn bandaríski Jimmy Walker; báðir á samtals 10 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 2. hrings Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank Championship eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2016 | 08:00
LPGA: Mi Hyang Lee efst f. lokahringinn á Manulife

Það er Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem er efst fyrir lokahringinn á Manulife LPGA Classic. Mi Hyang er búin að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (69 67 66). Aðeins 1 höggi á eftir á 13 undir pari er Hyo Joo Kim, landa Lee. Til þess að sjá hápunkta 3. dags Manulife SMELLIÐ HÉR : Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Manulife SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Einarsdóttir – 3. september 2016

Það er Hólmfríður Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hólmfríður er fædd 3. september 1972. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og jafnframt klúbbmeistari Golfklúbbs Úthlíðar í kvennaflokki, tvö ár í röð, 2012 og 2013. Reyndar urðu þau mæðgin, þ.e. Hólmfríður og sonur hennar, afrekskylfingurinn Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistarar Úthlíðar 2013. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Hólmfríði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hólmfríði til lukku með daginn hér að neðan: Hólmfríður Einarsdóttir, GKG & GÚ – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þór Geirsson GVG, 3. september 1952 (64 ára); Svanhildur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2016 | 15:30
Eimskipsmótaröðin 2016 (7): Kristján Þór efstur e. 2. dag Nýherjamótsins!!!

Kristján Þór Einarsson, GM, er efstur eftir 2. dag Nýherjamótsins út í Eyjum. Hann var á frábæru skori í dag 66 höggum; fékk 5 fugla, 12 pör og 1 skolla. Samtals er Kristján Þór á 7 undir pari, 134 höggum (68 66). Kristján Þór átti þó ekki lægsta skorið í dag í Eyjum; það voru Hrafn Guðlaugsson, GSE og Theodór Emilsson, GM – en þeir komu báðir í hús á glæsiskori – 6 undir pari, 64 höggum!!! Skorið frábæra skilaði Hrafni í 2. sætið en Theodór er í 5. sæti. Í 3. sæti er Tumi Hrafn Kúld, GA (69 67) og í 4. sæti er Henning Darri Þórðarson, GK (67 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

