Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 06:45

Hvað var í sigurpoka Rory?

Rory McIlroy sigraði s.s. allir vita í 2. móti FedEx Cup umspilsins, Deutsche Bank Championship. Þetta var 2. vikan sem Rory notar Scotty Cameron Concept M1 mallet pútterinn sinn og nýi pútterinn virðist venjast fljótt og það sem meira er, skilar Rory betri árangri. Það var lokahringur Rory upp á 6 undir pari, 65 högg, sem innsiglaði sigur hans á Deutsche Bank Championship og átti hann 2 högg á Paul Casey. Rory stóð sig best hvað varðar púttin (1,604) og vann á 5,301 högg (T7) með Scotty Cameron Concept M1 mallet pútternum sem hann skipti nýlega út fyrir gamla Nike Method Origin B2-01 pútterinn sinn. Hér má sjá hvað annað var í sigurpoka Rory:  Dræver: Nike Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 05:45

PGA: Rory sigraði á Deutsche Bank

Fyrrverandi nr. 5 á heimslistanum Rory McIlroy sigraði á Deutsche Bank Championship og er við það kominn upp í 3. sæti heimslistans. Þar kom að því að Rory sigraði í móti á árinu, en biðin eftir 1. sigrinum er búin að vera ansi löng í ár og gaman að 2016 er ekki sigurlaust hjá Rory – utan auðvitað sigursins á heimavelli á Írlandi, Irish Open, sem hann sjálfur var gestgjafi í, í maí s.l. Rory lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum og lék sífellt betur eftir því sem leið á mótið og óhætt að segja að lokahringurinn glæsilegi upp á 65 högg hafi fleytt honum í 1. sætið. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Gressi, Ingvar og Alexa – 5. september 2016

Það eru Gressi Agnars, Ingvar Karl Hermannsson og Alexa Stirling Fraser, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Gressi eða Grétar, er fæddur 5. september 1972 og á því 44 ára afmæli í dag!!! Ingvar Karl er fæddur 5. september 1982 og á 34 ára afmæli í dag!!! Eiginkona Grétars er Hilda Ólafsdóttir og þau eiga tvo syni Dag Óla og Atla Má, en Atli Már varð m.a. Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki, árið 2012. Grétar er í GK og Ingvar Karl GA. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með merkisafmælin hér að neðan: Ingvar Karl Hermannsson (34 ára) Gressi Agnars (44 ára) Þriðji afmæliskylfingur dagsins Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2016 | 12:42

Tom Watson spilaði á aldri sínum á afmælinu

Sextíu- og sjö högg. Heimsgolfhallar kylfingurinn Tom Watson hélt upp á afmælið sitt með viðeigandi hætti á lokahring the Shaw Charity Classic, þegar hann lék á aldri sínum á  7,086-yarda vellinum í Canyon Meadows í Calgary í Kanada. Klappað við fyrir honum og áhangendur sungu „Hann á afmæli í dag“ bæði fyrir upphafsteighögg Watson og eins þegar hann var búin að skrifa undir skorkort sitt. „Þetta var ansi næs“ sagði Watson með glotti. „Það er bara, hvar er afmæliskakan? Ég vildi fá afmælisköku!“ Áttfaldi risamótsmeistarinn og 39-faldur titilhafi á PGA Tour stóð undir væntingum í fyrstu ferð sinni til Calgary. Watson lék reyndar betur en aldur sinn á upphafshringnum þegar hann lék Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2016 | 11:00

65% aukning erlendra kylfinga

Það er ljóst að mikil aukning er áfram í spili erlendra kylfinga hér í sumar enda aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem sækir okkur heim, vel hefur viðrað til golfs og unnið er stöðugt að því að kynna golf á Íslandi. Þetta kemur vel í ljós þegar skoðaðar eru tölur frá klúbbum innan Golf Iceland nú í lok ágúst. Af þeim 16 golfvöllum,sem eru meðlimir í Golf Iceland eru fjórir,sem hafa haldið mjög nákvæma talningu á milli ára. Þeir fjórir klúbbar eru einnig ákveðinn þverskurður af meðlimunum: Einn 9 holu völlur Þrír 18 holu vellir Tveir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og tveir á landsbyggðinni Alls hafa þessir fjórir klúbbar selt erlendum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2016 | 09:00

Eimskipsmótaröðin (7) – Myndasería frá Nýher- jamótinu á Vestmannaeyjavelli – 3. sept. 2016


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2016 | 07:00

LPGA: Masson sigurvegari Manulife

Það var þýski kylfingurinn Caroline Masson, sem stóð uppi sem sigurvegari á Manulife LPGA Classic mótinu, í gær, sunnudaginn 4. september 2016! Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Solheim Cup stjörnunni Masson með því að SMELLA HÉR: Masson lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (68 69 68 67) og vann sér inn sigurtékka upp á $ 240.000,- Hún var aðeins T-5 fyrir lokahringinn en glæsilokahringur upp á 5 undir pari, 67 högg fleytti henni í sigursætið. Mi Hyang Lee, Minjee Lee og stalla Masson í Solheim Cup, franski kylfingurinn Karine Icher voru T-2, allar á samtals 15 undir pari, hver. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Manulife LPGA Classic Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2016 | 06:30

PGA: Casey leiðir f. lokahring Deutsche Bank

Það er enski kylfingurinn Paul Casey sem er í forystu fyrir lokahring Deutsche Bank Championship, sem er 2. mótið í FedEx Cup umspilinu. Casey er búinn að spila á 15 undir pari, 198 höggum (66 66 66) – eða ansi hreint jafnt og stöðugt golf, svo ekki sé minna sagt!!! Bandríski kylfingurinn Brian Harman er í 2. sæti á samtals 12 undir pari. Spurning hvort Casey heldur út og stendur uppi sem sigurvegari í kvöld? Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2016 | 06:00

Evróputúrinn: Noren sigraði í Crans

Það var Alexander Noren frá Svíþjóð, sem sigraði á Omega European Masters mótinu, sem fram fór í Crans sur Sierre í Crans Montana í Sviss. Noren var jafn Scott Hend frá Ástralíu eftir hefðbundinn 72 holu leik; báðir voru á 17 undir pari, 263 höggum. Það varð því að koma til bráðabana milli Noren og Hend og þar hafði Noren betur þegar á 1. holu, en par-4 18. holan var spiluð aftur og fékk Noren fugl meðan Hend tapaði á parinu! Í 3. sæti varð Andrew „Beef“ Johnston (samtals 14 undir pari) frá Englandi og í 4. sæti Lee Westwood (samtals 12 undir pari) – gaman að sjá kappann aftur ofarlega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2016 | 05:00

GF: 12 ára hnokki – Tristan Snær Viðarsson – sigraði á Grænmetismótinu!

Það voru 72 skráðir í Opna íslenska grænmetismótið sem fram fór laugardaginn 3. september 2016 á Selsvelli þeirra GF-inga og luku 69 leik, þar af  24 kvenkylfingar. Það var 12 ára hnokki, Tristan Snær Viðarsson, úr GM, sem sigraði í mótinu. Þess mætti geta að Tristan Snær er klúbbmeistari GM í hnokkaflokki 11-12 ára árið 2016 og gríðarlega mikið efni, sem vert er að fylgjast með! Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni. Tristan Snær kom sá og sigraði með 37 punkta og 21 punkt á seinni 9, sem dugði til  sigurs. Eyþór K. Einarsson, GKG varð í 2. sæti einnig með 37 punkta (en 18 á seinni 9) og Petrína Freyja Sigurðardóttir, GOS, Lesa meira