Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 08:00

GR: Spanish Open – styrktarmót f. afreks- kylfinga GR – haldið á morgun 10. sept. 2016!

Spanish Open í samvinnu við Kreditkort verður haldið á Grafarholtsvelli laugardaginn 10. september. Spanish Open er styrktarmót, haldið fyrir afrekskylfinga GR sem ætla að reyna fyrir sér á Evrópumótaröð karla og kvenna á komandi mánuðum. Það er jákvæð þróun að sífellt fleiri kylfingar frá Íslandi reyni fyrir sér á mótum erlendis og sýnir það glöggt hvað íslenskt golf hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum. Árangur Ólafíu Þórunnar er gott dæmi um það að kylfingar frá Íslandi eiga svo sannarlega heima meðal þeirra bestu í heiminum. Nú í ár eru fimm kylfingar á vegum GR sem ætla að reyna fyrir sér á túrnum. Það eru þau Ólafíu Þórunn sem reynir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 07:30

Sigur Daly f. 25 árum á Crooked Stick

John Daly átti ekki einu sinni að fá að taka þátt í síðasta risamóti ársins 1991, en hann var þá í 169. sæti á heimslistanum. Hann kom inn sem 9. varamaður, en daginn fyrir mótið var hann orðinn næstum inn. Daly sem þá var 25 ára, keyrði frá heimili sínu í Memphis til Carmel og komst inn þegar Nick Price dró sig úr mótinu vegna fæðingar fyrsta barns síns. Þrátt fyrir að Daly hafi ekki einu sinni haft tíma til þess að taka æfingahring á 7,289-yarda golfvellinum, þá var hann kominn í 2 högga forystu snemma móts. Hann bætti síðan frábæran 1. hring sinn um 2 högg þegar hann skilaði skorkorti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 07:00

DJ skiptir um pútter

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) hefir nú eftir glæsi 1. hring sinn á BMW upp á 67 högg upplýst að hann hafi skipt yfir í „short neck“ Taylor Made Spider pútter. Mikið hefir verið ritað um kúvendingu á leik Rory McIlory, en hann skipti nýlega út Nike pútter sínum fyrir Scotty Cameron ‘Mallet’ pútter og sigraði á 2. móti FedEx Cup umspilsins, Deutsche Bank Championship s.l. helgi. Nú er það sigurvegari Opna bandaríska í ár, DJ, sem gert hefir slíkt hið sama með góðum árangri „Ég hef prófað kóngólóna áður og mér fanst bara í síðustu viku og s.l. vikur að ég hafi átt í vandræðum með að koma pútternum í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 06:00

GKG: Styrktarmót afrekssviðs haldið laugardaginn 10. september 2016

Þá er komið að hinu margrómaða og árlega minningarmóti GKG. Minningarmótið er til styrktar íþrótta- og afrekssviði GKG og verður haldið á Leirdalsvelli GKG laugardaginn 10. september. Í mótinu er sérstaklega haldið uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar og Ólafs E. Ólafssonar, sem báðir létust óvænt og skyndilega í blóma lífsins. Báðir áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem klúbburinn er í dag. Keppnisfyrirkomulag: Mótið er punktamót og er hámarksforgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Stórglæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni, besta skor án forgjafar og nándarverðlaun á öllum par 3 holum ásamt lengsta upphafshöggi á 12. holu (sér fyrir karla og konur). Dregið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 05:00

PGA: Roberto Castro efstur e. 1. dag BMW

Það er bandaríski kylfingurinn Roberto Castro, sem leiðir eftir 1. dag BMW mótsins, sem er 3. mótið í FedEx Cup umspilinu. Castro lék á 7 undir pari, 65 höggum – fékk 8 fugla og 1 skolla. Ekki tókst að ljúka leik 1. daginn vegna myrkurs og verður lokið að spila 1. hring mótsins föstudaginn 9. september. Sjá má stöðuna eftir 1. dag BMW með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á BMW með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2016 | 19:00

Challenge Tour: Birgir Leifur T-147 e. 1. dag Irish Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í dag leik á Volopa Irish Challenge. Mótið fer fram á Mount Wolseley Hotel Spa and Golf Resort í Carlow á Írlandi. Birgir Leifur lék á 9 yfir pari, 81 höggi og er T-147 af 156 keppendum. Það þarf nánast kraftaverk til að Birgir Leifur komist í gegnum niðurskurð í mótinu! Sjá má stöðuna á Irish Challenge eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2016 | 18:00

LET: Ólafía Þórunn T-63 e. 1. dag Ladies European Masters

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR tekur þátt í ISPS Handa Ladies European Masters, sem hófst í dag, 8. september og stendur til 11. september. Þátttakendur eru 142. Eftir 1. dag er  Ólafía Þórunn ofarlega fyrir miðju þ.e. T-63, lék 1. hring mótsins á 3 yfir pari, 75 höggum. Á hringnum fékk Ólafía 4 fugla, 2 skolla og 1 þrefaldan og 1 tvöfaldan skolla. Efst í mótinu er Lee Anne Pace frá Suður-Afríku, en hún lék á 7 undir pari, 65 höggum. Þýsku stjörnurnar, sem eru á heimavelli, þ.e. þekkja Golf Club Hubbelrath og hafa orðið klúbbmeistarar þar – Caroline Masson (1 sinni)  og Sandra Gal (þrefaldur klúbbmeistari) gengur ekkert sérlega Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2016 | 17:00

Evróputúrinn: Evans efstur e. 1. dag KLM

Það er enski kylfingurinn Ben Evans, sem er efstur eftir 1. dag KLM Open. Evans lék á 6 undir pari, 65 höggum – fékk 7 fugla og 1 skolla. 8 kylfingar eru á hæla Evans, aðeins 1 höggi á eftir, þ.á.m. Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Peter Hanson frá Svíþjóð. Til þess að sjá hápunkta 1. dag KLM mótsins SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á KLM SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Elsa Sigurðardóttir – 8. september 2016

Það er Margrét Elsa Sigurðardóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét Elsa er fædd 8. september 1966 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólína Þorvarðardóttir, 8. september 1958 (58 ára); Ólafur William Hand, 8. september 1968, GR (48 ára); Þórður Rafn Gissurarson, 8. september 1987 (29 ára); Cyna Rodriguez, frá Filippseyjum (spilar á LPGA), 8. september 1991 (25 ára) ….. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2016 | 16:15

Rory segir frá lítilsháttar púttbreytingu sinni sem leiddi til sigurs á Deutsche Bank

„Það er ótrúlegt í þessum leik (golfinu) hversu hratt hlutirnir breytast,“ sagði Rory McIlroy, sem reyndi að útskýra hvernig martraðarbyrjun í ársbyrjun snerist í sigur þ.e. fyrsta sigur hans í 16 mánuði. McIlroy fékk 7 fugla í frábærum 65 högga leik sínum á mánudag þegar hann sigraði á Deutsche Bank Open og átti m.a. 2 högg á Paul Casey. Hann vann sér inn  $1.53 milljónir, sem virtist óhugsandi eftir horror byrjun þar sem hann missti 4 högg á fyrstu 3 holunum á TPC Boston. „Það var margt sem fór um huga minn (á föstudaginn,“ viðurkenndi Rory „en eitt af því var ekki að sigra í þessu móti.“ „Þannig að 69 holum seinna Lesa meira