Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 07:45
Westy sigurvegari The Hickory Golf Challenge

Lee Westwood stóð uppi sem sigurvegari í nokkuð sérstakri golfkeppni sem fram fór á Crans sur Sierre, í Crans Montana Sviss um síðustu helgi á Omega European Masters mótinu. Mót þetta nefnist „The Hickory Golf Challenge“ og þar kepptu 4 kylfingar innbyrðis að þessu sinni, en með þessari keppni átti að minnast þess að 70 ár eru síðan að fyrst var keppt á European Masters í Crans Montana, sem gerir mótið að því elsta á Evrópumótaröðinni sem haldið hefir verið á sama stað í Evrópu. Þeir 4 kylfingar sem kepptu að þessu sinni voru: Paolo Quirici, Danny Willett, Lee Westwood og Miguel Ángel Jiménez. Þeir íklæddust golfklæðnaði sem notaður var fyrir 70 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 00:30
PGA: Sjáið frábæran örn DJ á 2. hring BMW!!!

Dustin Johnson átti svo sannarlega högg dagsins á 2. degi BMW Championship, 3. móti FedEx Cup umspilsins. Hann fékk örn á par-5 9. holu Crooked Stick. Örninn góða fékk hann þegar hann sló beinustu leið ofan í holu úr flatarglompu. Þetta var ekki eini örn DJ á hringnum hann fékk annan á par-5 15. holu Crooked Stick. Alls lék DJ á glæsilegum 9 undir pari, 63 höggum; fékk 2 erni og 5 fugla og 11 pör. Sjá má örn DJ á par-5 9. holunni með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 00:01
PGA: Castro og DJ efstir á BMW e. 2. dag

Það eru þeir Roberto Castro og Dustin Johnson, sem eru efstir og jafnir á BMW Championship, 3. móti FedEx Cup umspilsins. Báðir hafa spilað á samtals 14 undir pari, hvor 130 höggum; Castro (65 65) og DJ (67 63). Paul Casey frá Englandi er að gera góða hluti þessa dagana og er einn í 3. sæti á samtals 11 undir pari. Þeir JB Holmes og Chirs Kirk deila síðan 4. sætinu á samtals 10 undir pari, hvor og eru þessir fimm þeir einu sem spilað hafa á tveggja stafa tölu undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag BMW Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 20:00
Evróputúrinn: Wiesberger efstur í hálfleik

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger er efstur í hálfleik á KLM Open, móti vikunnar á Evrópumótaröðinni. Wiesberger er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (66 66). Þrír deila 2. sætinu og eru á hæla Wiesberger á 9 undir pari, þeir Nino Bertasio frá Ítalíu, Mark Foster frá Englandi og Joost Luiten frá Hollandi. Sjá má stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag á KLM Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á KLM Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 20:00
Challenge Tour: Birgir Leifur hætti keppni á Írlandi vegna veikinda

Birgir Leifur Hafþórsson hefur dregið sig úr keppni á Volapa mótinu á Áskorendamótaröðinni sem fram fer á Írlandi. Birgir Leifur lék á 81 höggi í gær á fyrsta hringnum (í gær 8/9 2016) og var langt frá sínu besta. „Ég fékk heiftarlega magakveisu í aðdraganda mótsins og var rúmliggjandi á miðvikudaginn. Mér leið aðeins betur á fimmtudaginn þegar ég vaknaði en gat lítið borðað. Ég tók ákvörðun um að reyna að spila en það var ekki góð ákvörðun. Ég var orkulaus og einbeitingin var ekki til staðar. Í gærkvöldi fékk ég á ný sömu einkennin og ég mat stöðuna þannig að ég væri ekki að fara gera neitt af viti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 18:00
LET: Munaði 1 höggi að Ólafía Þórunn kæmist g. niðurskurð á Ladies European Masters!

Minnstu munaði að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR kæmist gegnum niðurskurð á Ladies European Masters, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Það fer fram í Golf Club Hubbelrath nálægt Düsseldorf í Þýskalandi. Ólafía lék á samtals 5 yfir pari (75 74) – bætti sig um 1 högg í dag en það munaði einmitt 1 höggi að hún kæmist gegnum niðurskurð. Niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari. Í efsta sæti í mótinu er Katie Burnett frá Bandaríkjunum , sem leikið hefir á samtals á 8 undir pari. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Burnett með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á European Ladies Masters eftir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Signý Arnórsdóttir og Grímur Þórisson – 9. september 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Íslandsmeistari kvenna í höggleik 2015 Signý Arnórsdóttir og stórkylfingurinn Grímur Þórisson, GR og GÓ. Signý er fædd 9. september 1990 og því 26 ára safmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og stigameistari GSÍ 2011, 2012,2013 þ.e. þrjú ár í röð. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Signýju Arnórsdóttur með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Signýjar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Signý Arnórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið) Grímur Þórisson er fæddur 9. september 1965 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Grím Þórisson Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 11:20
3 íslenskir kylfingar úr afrekshóp GSÍ kepptu í Evrópu

Þrír kylfingar úr afrekshóp GSÍ tóku þátt á golfmótum á meginlandi Evrópu nýverið. Hákon Magnússon og Patrekur Nordguist Ragnarsson, sem báðir eru úr GR, léku á Opna spænska meistaramótinu fyrir keppendur 18 ár aog yngri. Hákon endaði í 34. sæti (81-68-77-73) +18. Patrekur lék fyrstu tvo hringina 80 og 77 höggum en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK tók þátt á mótin sem fram fór í München í Þýskalandi, Hún lék á (82-84-81) og endaði í sjötta sæti. Texti: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 11:00
GA: Úrslit úr Hatta- og pilsamótinu

Þann 1. september 2016 var haldið á Jaðarsvelli á Akureyri, hið árlega Hatta- og pilsamót GA. Fimmtíu galvaskar stúlkur mættu til leiks og spiluðu seinni 9 holurnar og endaði síðan mótið á mat hjá Vídalín og verðlaunaafhendingu. Verðlaunahafar voru sem hér segir: Nándarverðlaun: 11. hola: María Daníelsdóttir 1,93m 18. hola: Sveindís Almarsdóttir 1,95m Lengsta dræv: 15. braut: Sveindís Almarsdóttir Punktakeppni: 1.sæti: Guðrún Ófeigsdóttir 19 punktar 2.sæti: Sveindís Almars 18 punktar 3.sæti: Guðlaug María Óskarsdóttir 17 punktar
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 10:00
Golfútbúnaður: Nýi Titleist 917 dræverinn

Titleist hefir sett á markað nýja Titleist 917 dræverinn. Við þróun nýja Titleist 917 dræversins hefir m.a. verið haft að markmiði að staðsetja miðju þyngdarpunkts (cg þ.e. center og gravity) kylfunnar betur, þannig að meiri lengd náist. Einnig hafa verið gerðar ýmsar breytingar frá Titleist 915 m.a. á fremri hluta sóla kylfunnar til að auka sveigjanleika á fremri hluta kylfuandlitsins, sem m.a. á að draga úr spinni. Nýju Titleist 917 dræverarnir koma í tveimur gerðum: Titleist 917D2 og 917D3. Báðir eru með perulaga kylfuhaus Titleist 917D3 þó aðeins samþjappaðri (compact). Titleist D2 er 460-cubic centimetra módel með dýpri þyngdarpunkt, hærri MOI og hærra boltaflug en 440-cc, Titleist 917D3 dræverinn sem er með lægra Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

