Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Luiten sigraði á heimavelli á KLM Open

Það var Hollendingurinn Joost Luiten sem stóð uppi sem sigurvegari á KLM Open í gær. Luiten lék á samtals 19 undir pari, 265 höggum (69 64 69 63) Það var einkum lokahringurinn stórglæsilegi upp á 63 högg sem innsiglaði sigurinn. Til þess að sjá lokastöðuna á KLM Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags á KLM Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2016 | 07:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Ólöf María sigraði í stúlknaflokki

Það var Ólöf María Einarsdóttir, GM, sem sigraði í stúlknaflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016, sem lauk í gær 11. september á Hvaleyrarvelli, en mótið í elsta aldursflokknum fór fram dagana 9.-11. september og leiknar að venju 54 holur. Úrslit í flokki 17-18 ára stúlkna á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 er eftirfarandi: Ólöf María Einarsdóttir, GM (83-77-77) 237 högg +24 Eva Karen Björnsdóttir, GR (86-82 -84) 252 högg +39 Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (95-92-80) 267 högg +54 Kristín María Þorsteinsdóttir, GM (101-88-90) 279 högg +66 Erla Marý Sigurpálsdóttirm, GFB (106-104-105) 315 högg +102


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2016 | 06:45

Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Jóhannes Guðmundsson sigraði í piltaflokki

Lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili 9.-11. september 2016 og lauk því í gær. Spennandi keppni var í öllum flokkum en að venju var keppt í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Í flokki 17-18 ára voru leiknar 54 holur og voru aðstæður á fyrsta keppnisdeginum á föstudeginum mjög krefjandi á frábærum Hvaleyrarvelli. Veðrið lék við keppendur á laugardag og sunnudag en alls luku 110 keppendur leik. Í piltaflokki sigraði Jóhannes Guðmundsson, GR, eftir bráðabana við Daníel Inga Sigurjónsson, GV.  Báðir voru á 10 yfir pari, eftir hefðbundinn 54 holu leik og því varð að koma til brábana þar sem Jóhannes sigraði þegar á fyrstu holu. Úrslit í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jeff Sluman ——– 11. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Jeffrey George (Jeff) Sluman. Sluman fæddist 11. september 1957 í Rochester, New York og er því 59 ára í dag. Hann átti heldur óvenjulegan feril. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1980. Meðan að flestir sigra á þegar þeir eru 20-30 ára þá vann Sluman ekki fyrsta mótið sitt fyrr en hann var 30 ára, en þá líka risamót þ.e. PGA Championship risamótið 1988. Síðan gekk ekkert sérstaklega í 10 ár en í kringum 40 ára aldurinn fór Sluman að ganga vel og hann sigraði í hverju mótinu á fætur öðru. Sluman hefir alls sigrað í 15 mótum sem atvinnumaður, þar af 6 mótum á PGA Tour og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2016 | 07:00

GBR: Bjarni Pálsson klúbbmeistari 2016

Meistaramót Golfklúbbs Brautarholts fór fram dagana 9. – 10. september s.l. og var þetta fyrsta meistaramót klúbbsins. Þátttakendur í þessu fyrsta meistaramóti Golfklúbbs voru 6. Í ljósi þess að klúbburinn er enn fámennur var keppt í einum flokki og var fyrirkomulagið punktakeppni. Klúbbmeistari Golfklúbbs Brautarholts 2016 er Bjarni Pálsson, formaður klúbbsins. Spilaðir voru tveir hringir og var Bjarni með 63 punkta í heildina (28 35). Úrslit í fyrsta meistaramóti Golfklúbbs Brautarholts höldnu í september 2016 voru eftirfarandi:  1 Bjarni Pálsson GBR 18 F 17 18 35 28 35 63 2 Gunnar Páll Pálsson GBR 13 F 18 10 28 27 28 55 3 Magnús Kristinn Jónsson GR 16 F 14 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórhallur Hinriksson – 10. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Þórhallur Hinriksson. Þórhallur  er fæddur 10. september 1976 og á því 40 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn!!! Þórhallur Hinriksson (Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnold Palmer, 10. september 1929 (87 ára); Alfreð Viktorsson f. 10. september 1932 (84 ára); Bíóhöllin Akranesi, 10. september 1942 (74 ára); Lundinn Veitingahús í Vestmannaeyjum, 10. september 1945 (71 árs);  Larry Gene Nelson, 10. september 1947 (69 ára); Michael Zinni 10. september 1948 (68 ára); Bill Rogers 10. september 1951 (65 árs); Martha Nause, 10. september 1954 (62 ára); Dagný Þórólfsdóttir, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 09:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Helgi Snær í forystu e. 1. dag í piltaflokki

Helgi Snær Björgvinsson, GK, er efstur í piltaflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016, sem hófst í gær, 9. september. Í pilta- og stúlknaflokki eru spilaðir 3 hringir meðan yngri flokkarnir spila 2 hringi, nú um helgina. Helgi Snær lék heimavöll sinn Hvaleyrina, þar sem mótið fer fram, á 5 yfir pari 76 höggum. Á hringnum fékk Helgi Snær 1 fugl (á 8. braut), 13 pör, 3 skolla og 1 skramba (á 3. braut). Staðan í piltaflokki eftir 1. dag 6. móts Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 er eftirfarandi:  1 Helgi Snær Björgvinsson GK 5 F 38 38 76 5 76 76 5 2 Daníel Ingi Sigurjónsson GV 4 F 41 35 76 5 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 08:50

Íslandsbankamótaröðin 2016 (6): Ólöf María efst í stúlknaflokki e. 1. dag

Það er Ólöf María Einarsdóttir, GM, sem er efst eftir 1. dag 6. móts Íslandsbankamótaraðarinnar, sem hófst á Hvaleyrinni í gær, 9. september 2016. Ólöf María lék á 12 yfir pari, 83 höggum. Í 2. sæti eftir 1. dag er Eva Karen Björnsdóttir, GR, en hún er 3 höggum á eftir Ólöfu Maríu. Staðan eftir 1. dag í stúlknaflokki á þessu 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 er eftirfarandi: 1 Ólöf María Einarsdóttir GM 6 F 43 40 83 12 83 83 12 2 Eva Karen Björnsdóttir GR 8 F 43 43 86 15 86 86 15 3 Arna Rún Kristjánsdóttir GM 11 F 46 49 95 24 95 95 24 4 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Gísli Sveinbergs hefur leik á Gopher Inv. í dag!

Gísli Sveinbergsson, GK,  og golflið Kent State taka þátt í móti sem nefnist Gopher Invitational. Mótið, sem er tveggja daga, hefst í dag 10. september. Þátttakendur eru um 75 í 15 háskólaliðum. Keppt er í Windsong Farm Golf Club í Maple Plain, Minnesota. Fylgjast má með Gísla og gengi Kent State í mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2016 | 08:00

Krakki tryllist þegar hann missir pútt! – Myndskeið

Það er eflaust mörgum kylfingnum, sem hefir liðið eins og litla stráknum í myndskeiðinu hér að neðan þegar stutt pútt hafa farið forgörðum. Það er alltaf sárt að missa pútt s.s. sést vel í myndskeiðinu. Engu að síður líka svolítið fyndið – því þannig vilja líklega flestir tjá tilfinningar sínar, þegar púttin detta ekki. En siðareglur aftra flestum frá því … en þær eru ekki alveg orðar mönnum meðvitaðar við 2 ára aldurinn! 🙂 Hér má sjá þegar Pétur litli missir stutta púttið sitt og sá stutti tryllist alveg SMELLIÐ HÉR: