Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 18:00
Golfvellir í Þýskalandi: Golfanlage Dresden-Ullersdorf (10/18)

Í vor var farið af stað með að kynna 18 bestu golfvelli Þýskalands og voru fyrri 9 kynntir – Nú verður fram haldið með seinni 9 og er völlurinn sem kynntur verður í dag er í Dresden, um miðbik Austur-Þýskalands – en völlurinn heitir Dresden Ullersdorf. Völlurinn sem er 18 holu eins og segir rétt hjá Dresden, í sjarmerandi sveit milli Prießnitzaue á odda Dresdner Heide (þ.e. skógarsvæðis) og „Hvíta hjartarins (þ.e. „Weisser Hirsch“) og er á örlítið hæðóttu svæði. Á vellinum er mikið af ám, tjörnum og vötnum og mikið gert til að öll náttúra svæðisins fái að njóta sín. Eftir golfhring í Dresden Ullersdorf er um að gera að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar H. Ævarsson – 14. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Arnar H. Ævarsson. Arnar er fæddur 14. september 1964 og á því 52 ára afmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Arnar er kvæntur Ólöfu Baldursdóttur og eiga þau Arnar Gauta, Baldur og Kolbrúnu Lilju. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Arnar H Ævarsson, GK (52 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anna Vilhjálms, 14. september 1945 (71 árs); Jón Björgvin Stefánsson, GR, 14. september 1951 (65 ára), Guðrún Ásgerður Jónsdóttir 14. september 1959 (57 ára); Hafdis Gudmunds, 14. september 1967 (49 ára); Gareth Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Sandra Changkija (36/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 35 stúlkur verið kynntar og nú verða þær tvær næst kynntar sem deildu 13. sætinu, en það eru Sandra Changkija og Cheyenne Woods. Báðar léku þær á samtals 6 undir pari, hvor, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 12:39
U-18 piltalandsliðið keppir á EM í Tékklandi

Íslenska piltalandsliðið U-18 ára hóf leik í dag í 2. deild Evrópumótsins. Keppt er í Tékklandi og fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja hjá hverju liði. Sex leikmenn eru í hverju liði. Hér er hægt að fylgjast með gangi mála á EM U-18 ára í Tékklandi SMELLIÐ HÉR: Birgir Leifur Hafþórsson er þjálfari liðsins og Ragnar Ólafsson er liðsstjóri Íslenska liðið er þannig skipað: Arnór Snær Guðmundsson (GHD). Fannar Ingi Steingrímsson (GHG). Hákon Örn Magnússon (GR). Hlynur Bergsson (GKG). Henning Darri Þórðarson (GK). Kristján Benedikt Sveinsson (GA). Tvö efstu liðin tryggja sér sæti í A-riðlinum á næsta ári. Texti: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 12:30
Kvennalandsliðið hefur leik á HM í Mexíkó í dag!

Íslenska kvennalandsliðið í golfi hefur leik í dag á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga en keppt er á Riveria Maya golfvallasvæðinu í Mexíkó. Mótið ber nafnið Espirito Santo Trophy og er þetta í 27. sinn sem mótið fer fram. Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Signý Arnórsdóttir (GK) og Berglind Björnsdóttir (GR) skipa íslenska liðið en Úlfar Jónsson er þjálfari. Keppnin fer fram á tveimur völlum, Mayakoba El Camaleon og Iberostar Playa Paraiso og lýkur keppninni á laugardaginn. Komast má á heimasíðu mótsins með því að SMELLA HÉR: Að þessu sinni eru 55 þjóðir sem taka þátt á HM áhugakylfinga og er það met. Fyrra metið var 53 þjóðir í Tyrklandi árið 2012. Tvær þjóðir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 12:00
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 14. sæti í S-Karólínu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið Elon voru við keppni á Golfweek Program Challenge mótinu, sem fram fór á Pawley´s Island í Suður-Karólínu dagana 11-13. september og lauk því í gær. Þátttakendur voru 80 frá 16 háskólum. Gunnhildur lék á samtals 31 yfir pari, 244 höggum (82 82 80) og varð T-69. Elon háskólalið Gunnhildar varð í 14. sæti í mótinu. Næsta mót Gunnhildar og Elon er Lady Pirate Intercollegiate sem fram fer dagana 26.-27. september n.k. Sjá má lokastöðuna í Golfweek Program Challenge mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 10:30
Ryder Cup 2016: Bubba líklega ekki með

Davis Love III, fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Rydernum þarf að velja 4 leikmenn í lið sitt (en þessir 4 leikmenn nefnast „wildcards“ á ensku). Auk þeirra eiga sæti í Ryder liði Bandaríkjanna 8 stigahæstu leikmenn á Ryder bikars stigalistanum. Sl. mánudag 12. september 2016 tilkynnti Love um 3 leikmenn sem verða í bandaríska Ryder bikarsliðinu en það eru: Rickie Fowler, Matt Kuchar og JB Holmes. Tilkynnt verður um fjórða og síðasta leikmann Ryder bikars liðs Bandaríkjanna eftir tvær vikur, en ljóst virðist af svörum Love á blaðamanafundi að Bubba Watson, sem er nr. 7 á heimslistanum og nr. 9 á Ryder bikars stigalistanum verði ekki með í liðinu. Love var m.a. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 08:30
Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar lauk keppni T-69 í Suður-Karólínu

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, leikur með háskólaliði Georgia State. Egill Ragnar tók þátt í sínu fyrsta móti í bandaríska háskólagolfinu, með liði síðu sem var The Invitational at the Ocean Course at Kiawah Island, í Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 92 frá 16 háskólum og fór mótið fram dagana 12.-13. september og lauk því í gær Egill Gunnar lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (72 76 79) og lauk keppni T-69. Lið Egils, Georgia State hafnaði í 7. sæti. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2016 | 07:00
GKG: 2 hlutu vikugolfferð með VITA-ferðum því markmið um leikhraða í móti náðist

Um s.l. helgi fór fram golfmót á Leirdalsvelli sem var til styrktar íþrótta- og afrekssviði GKG. Mótið er einnig haldið til þess að heiðra Jón Ólafsson og Ólaf E. Ólafsson sem báðir létust óvænt og skyndilega í blóma lífsins. Þeir áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem klúbburinn er í dag. Þema mótsins var leikhraði. VITAgolf styrkti mótið með þeim hætti að ef allir keppendur lykju leik á undir 4 klukkustundum og 30 mínútum þá yrðu dregnar út tvær vikugolfferðir til Spánar eða Portúgals. Það ríkti frábær stemning allan daginn og voru allir ráshópar meðvitaðir um leikhraðann og stefndu allir á að ná markmiðinu. Flestir ráshópar komu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2016 | 20:30
Bandaríska háskólagolfið: Aron Snær T-3 á sterku móti!!!

Aron Snær Júlíusson, GKG, hóf ferilinn í bandaríska háskólagolfinu stórglæsilega. Aron ásamt Ragnari Má Garðarssyni, GKG og Louisiana tóku þátt í Sam Hall Intercollegiate, sem fór fram dagana 12.-13. september og lauk nú rétt í þessu. Venju skv. fór mótið fram í Hattiesburg CC, í Hattiesburg, Mississippi. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum. Aron Snær lék á samtals 4 undir pari, 209 höggum (69 68 72). Hann deildi 3. sætinu (T-3) með Andoni Etchenique frá ULM. Stórglæsilegt!!! Ragnar Már lauk leik T-36; lék á 4 yfir pari, 217 höggum (78 69 70) og má segja að slakur upphafshringur hafi eyðilagt fyrir Ragnari. The Ragin Cajuns, skólalið Arons Snæs og Ragnars Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

