Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2016 | 07:30
LET Access: Valdís á 74 e. 1. dag í Svíþjóð

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék 1. hringinn á Elisefarm Ladies Open, í Svíþjóð í gær, sem er mót vikunnar á LET Access. Þátttakendur í mótinu eru 104. Valdís Þóra lék á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk 3 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Hún er sem stendur T-56 og er rétt undir niðurskurðarlínunni, eins og staðan er nú. Annar hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með gengi Valdísar og stöðunni á Elisefarm Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2016 | 07:00
Axel náði ekki niðurskurði í Fleesensee

Axel Bóasson, GK, tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Fleesensee G&CC, í Þýskalandi. Úrtökumótið fer fram dagana 13.-16. september og lýkur í dag. Axel lék 3 hringi og komst ekki í gegnum niðurskurð í gær. Hann lék á samtals 8 yfir pari, 226 höggum (75 76 73). Niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari eða betra, sem þýðir að Axel hefði þurft að spila 5 höggum betur til að ná inn. Lokahringurinn verður leikinn í dag og má sjá stöðuna fyrir þann hring með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 19:00
Evróputúrinn: Karlberg efstur í Monza – Hápunktar 1. dags Opna ítalska

Svíinn Rikard Karlberg er efstur eftir 1. dag Opna ítalska, sem fram fer í Golf Club Milano í Monza og er mót vikunnar á Evróputúrnum. Karlberg kom í hús á 7 undir pari, 64 höggum. Fast á hæla hans er heimamaðurinn Francesco Molinari en hann lék á samtals 6 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 18:00
U-18 piltalandsliðið í 2. sæti á EM e. 2. dag – Spilar næst g. liði Slóvakíu!

Íslenska piltalandsliðið U-18 ára bætti sig verulega á öðrum keppnisdegi í 2. deild Evrópumótsins. Keppt er í Tékklandi og fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja hjá hverju liði. Íslenska liðið var í fjórða sæti eftir fyrsta hringinn en í dag bætti liðið sig verulega og endaði í öðru sæti í höggleikskeppninni. Fjögur efstu liðin komast í undanúrslit og leikur Ísland gegn Slóvakíu í hreinum úrslitaleik um sæti í efstu deild á EM í þessum aldursflokki. Írland og Sviss mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Sex leikmenn eru í hverju liði og töldu fimm bestu skorin í hverri umferð. Lokastaðan: 1. Írland +8 2. Ísland +31 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Shi Hyun Ahn —– 15. september 2016

Það er Shi Hyun Ahn (á kóreönsku: 안시현) sem er afmæliskylfingur dagsins er Ahn er fædd 15. september 1984 og á því 32 árs afmæli í dag! Ahn gerðist atvinnumaður í golfi 2002 og hefir á ferli sínum sigrað 1 sinni á LPGA og 1 sinni á KLPGA. Mótið sem Ahn sigraði á á LPGA mótaröðinni var CJ Nine Bridges Classic, sem fram fór í Suður-Kóreu 2003. Ahn var 19 ára, 1 mánaðar og 18 daga þegar hún vann og þar með yngsti sigurvegari á LPGA móti, sem ekki var bandarísk, í sögu mótaraðarinnar. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Karsten Solheim 15. september 1911 (hefði orðið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 14:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Cheyenne Woods (37/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 36 stúlkur verið kynntar og verður nú sú seinni af tveimur, Cheyenne Woods, sem deildu 13. sætinu kynnt, en hin fyrri Sandra Changkija var kynnt í gær. Báðar léku þær á samtals Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 11:00
LET: Chun leiðir snemma dags á Evían!

Í dag hófst 5. og síðasta kvenrisamótið á árinu 2016, Evian Masters. Venju skv. er spilað í Evian Golf Club, í Evian Les Bains í Frakklandi. Allir sterkustu kvenkylfingar heims taka þátt í mótinu. Snemma 1. dags er það In Gee Chun frá Suður-Kóreu sem leiðir, en hún kom í hús á stórglæsilegum 8 undir pari, 63 höggum! Fylgjast má með gangi mála á Evían Masters með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 10:45
DOY: Patrekur í 18. sæti – Saga í 43. e. 2. dag

Þau Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR og Saga Traustadóttir, GR keppa um þessar mundir fyrir Íslands hönd á The Duke of York (DOY) meistaramótinu og er leikið á Royal Birkdale. Mótið stendur 13.-15. september 2016 og lýkur í dag. Lokahringurinn er þegar hafinn. Keppendur eru 51 frá 28 þjóðlöndum. Íslendingar hafa átt góðu gengi að fagna á þessu móti en þrír íslenskir kylfingar hafa fagnaði sigri á þessu sterka móti, Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) 2010, Ragnar Már Garðarsson (GKG) 2012 og Gísli Sveinbergsson (GK) 2014. Eftir 2. dag er Patrekur í 18. sæti – búinn að spila á 152 höggum (77 75) og Saga er í 43. sæti búin að spila á 166 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 08:00
LET Access: Valdís Þóra hefur leik í dag í Svíþjóð

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur leik í dag á Elisefarm Ladies Open sponsored by Fanny Sunesson, en mótið er hluti LET Access mótaraðarinnar. Valdís Þóra á rástíma kl. 12:50 að staðartíma sem er kl. 14:50 að íslenskum tíma. Keppt er í Elisefarm golfklúbbnum í Hörby í Skåne. Mótið er sterkt; mikið af kylfingum sem keppt hafa eða eiga/hafa átt keppnisrétt á LET, mikið af heimakonum þ.e. sænskum kylfingum og öðrum þekktum t.a.m. spilar Nina Muehl frá Austurríki í mótinu, en Nina hefir m.a. spilað í móti hér á Íslandi. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 07:00
U-18 piltalandslið Íslands í 4. sæti e. 1. dag

Íslenska piltalandsliðið U-18 ára hóf leik í gær í 2. deild Evrópumótsins. Keppt er í Tékklandi og fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur þar sem að fimm bestu skorin telja hjá hverju liði. Sex leikmenn eru í hverju liði. Ísland er í fjórða sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á +22 samtals. 1. Írland +2 2. Slóvakía +15 3. Sviss +19 4. Ísland +22 5. Pólland +26 6. Eistland +32 7. Tyrkland +34 8. Ungverjaland +45 9. Króatía +48 Skor Íslands: Hægt er að fylgjast með gangi mála á EM U-18 ára í Tékklandi með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur Hafþórsson er þjálfari liðsins og Ragnar Ólafsson er liðsstjóri Íslenska liðið Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

