Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2018 | 00:30

Evróputúrinn: Haraldur Franklín og Ólafur Björn á úrtökumóti í Austurríki

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla.

Úrtökumótið fer fram í Austurríki 18.-21. september 2018 í Schloss Ebreichsdorf golfklúbbnum.

Haraldur Franklín er T-18 eftir 3 hringi, búinn að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum (69 70 69).

Ólafur Björn er T-37 eftir 3 hringi, búinn að spila á samtals 4 undir pari, 212 höggum  (75 70 67).

Fylgjast má með gengi þeirra Haraldar Franklín og Ólafs Björns á skortöflu með því að SMELLA HÉR: