Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2018 | 23:59

Tiger og Fowler efstir á Tour Championship e. 1. dag

Þeir Tiger Woods og Rickie Fowler eru efstir og jafnir á lokamóti FedExCup umspilsins, Tour Championship,  eftir 1. dag mótsins.

Báðir léku á 5 undir pari, 65 höggum.

Þriðja sætinu deila nr. 1 á heimslistanum, Justin Rose og Gary Woodland á 4 undir pari, 66 höggum.

Í 5. sæti eru síðan 3 kylfingar: Rory McIlroy, Justin Thomas og Tony Finau allir á 3 undir pari, 67 höggum.

Einungis 30 spila í Tour Championship.

Sjá má stöðuna á Tour Championship með því að SMELLA HÉR: