Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2018 | 18:00

Evían 2018: Ciganda og Torres efstar e. 1. dag

Það eru Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda og Maria Torres frá Puerto Rico, sem deila forystunni eftir 1. dag á 5. og síðasta risamóti ársins 2018 í kvenngolfinu, Evian Championship.

Báðar léku þár Ciganda og Torres á 6 undi pari, 65 höggum.

Torres er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur LPGA og má sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: 

Ein í 3. sæti eftir 1. dag er bandaríski kylfingurinn Austin Ernst en hún kom í hús á 5 undir pari, 66 höggum.

Risamótið fer venju skv. fram í Evian-Les-Bains í Frakklandi.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er ekki meðal keppenda.

Til þess að sjá stöðuna á Evian risamótinu SMELLIÐ HÉR: