Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga endaði í 6. sæti á Dartmouth Inv.!!!

Helga Kristín Einarsdóttir og félagar í University of Albany tóku þátt í Dartmouth Invitational.

Mótið fór fram dagana 14.-15. september 2019 í Hanover CC í Hanover, New Hampshire.

Þátttakendur voru 79 frá 13 háskólum.

Helga Kristín náði þeim glæsilega árangri að vera í 3. sæti eftir fyrri daginn með skor upp á 71 en lauk keppni í 6. sæti, sem er frábært!!!

Samtals lék Helga Kristín á 1 undir pari, 143 höggum (71 72).

Sjá má lokastöðuna á Dartmouth Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er 23. september n.k. í Canton, Massachusetts.