Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lucas Glover –—— 12. nóvember 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Lucas Glover. Glover er fæddur 12. nóvember 1979 og á því 41 árs stórafmæli í dag!!! Glover hefir sigrað 6 sinnum á atvinnumannsferli sínum þar af þrívegis á PGA Tour. Þekktastur er hann e.t.v. fyrir það að hafa sigrað á Opna bandaríska 2009.  Hin síðari ár hefir hann verið í fréttum vegna heimilserja, þ.e. eiginkonan, Krista,  á það til að tuska hann til þegar honum gengur ekki nógu vel í golfinu, sbr. t.d. eftirfarandi frétt Golf 1 SMELLIÐ HÉR: 

Krista og Lucas Glover

Þau Krista eiga 2 börn.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hljóðfæraverslunin Rín (78 ára); John Schroeder, 12. nóvember 1945 (75 ára MERKISAFMÆLI!!!); Delroy Cambridge, 12. nóvember 1949 (71 árs MERKISAFMÆLI!!!); Natalia Nim Chow, 12. nóvember 1962 (58 ára); Tómas Ó. Malmberg, 12. nóvember 1966 (54 ára); Arnar Gauti Sverrisson, 12. nóvember 1971 (49 ára); Magnús Gauti Þrastarson, 12. nóvember 1971 (49 ára); Chez Reavie, 12. nóvember 1981 (39 ára); Lacey Agnew, 12. nóvember 1987 (33 ára); Jason Day, 12. nóvemer 1987 (33 ára)  ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is