Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1. Birgir Leifur áfram á 67!
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk keppni í gær á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina, en sú mótaröð er stökkbretti inn á PGA Tour, sterkust mótaröð heims.
Keppt var á Callaway Gardens Mountain golfvellinum í Pine Mountain, Georgíu, sem Golf 1 hefir áður fjallað um – sjá með því að SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR:
Birgir Leifur lék samtals á 3 undir pari, 285 höggum (71 73 74 67), en það var frábær lokahringur hans upp á 5 undir pari, 67 högg, sem fleyttu honum yfir á 2. stig úrtökumótsins.
Á hringnum missti Birgir Leifur hvergi högg, fékk 5 fugla og 13 pör. Stórglæsilegur árangur þetta hjá okkar besta kylfingi!!!
Við hringinn góða fór Birgir Leifur líka úr 52. sætinu, sem hann var í fyrir lokahringinn upp í 26. sætið og hann bætti sig þannig um helming. Það voru 30. bestu skor og þau sem voru jöfn í 30. sætinu komust upp á 2. stig. Úr þessu móti í Georgía komust því 35 af 70 keppendum upp á næsta stig.
Birgir Leifur hefir því afrekað það að ná á 2. stig úrtökumóta bæði á Evrópumótaröðinni og á bandarísku Web.com mótaröðinni – bestu mótaröðum heims. Hann spilar næst á Spáni á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, en það úrtökumót hefst laugardaginn eftir viku og stendur dagana 2.-5. nóvember 2013.
Sjá má lokastöðuna á 1. stigi úrtökumóts fyrir Web.com sem Birgir Leifur tók þátt í, í Georgíu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
