Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2023 | 08:00

Opna bandaríska 2023: Wyndham Clark sigraði!

Það var bandaríski kylfingurinn Wyndham Clark, sem sigraði á Opna bandaríska risamótinu 2023!!!

Rickie Fowler tókst því miður ekki að tryggja sér fyrsta risatitil sinn.

Clark tryggði sér hins vegar sinn fyrsta risatitil og hlaut $ 3,6 milljónir fyrir!!!

En hver er þessi Clark kunna sumir að spyrja?

Með því að SMELLA HÉR má sjá eldri kynningu Golf 1 á kappanum.

Sigurskor Clark var 10 undir pari, 270 högg (64 67 69 70). Í 2. sæti varð Rory McIlroy á samtals 9 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti varð Scottie Scheffler  (samtals á 7 undir pari) og í 4. sætinu var síðan Cameron Smith á samtals 6 undir pari.

Fowler varð að láta sér lynda T-5 árangur, en hann deildi 5. sæti með Min Woo Lee; en báðir léku á samtals 5 undir pari.

Opna bandaríska fór fram í Los Angeles CC, dagana 15.-18. júní 2023.

Sjá má lokastöðuna á US Open 2023 með því að SMELLA HÉR: