Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2021 | 20:00

Evróputúrinn: Elvira sigraði á Cazoo Open e. bráðabana v/Harding

Það var Spánverjinn Nacho Elvira, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum: Cazoo Open supported by Gareth Bale.

Mótið fór fram dagana 22.-25. júlí sl. í The Celtic Manor Resort, City of Newport, Wales.

Elvira og Justin Harding fra S-Afríku voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur; báðir á samtals 16 undir pari, 268 höggum.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Elvira betur þegar á 1. holu bráðabanans.

Nacho Elvira er fæddur 17. febrúar 1987 og því 34 ára. Elvira tileinkaði sigurinn spænska kylfingnum Celiu Barquin Arozamena, sem fannst myrt á golfvelli í Iowa 2018 – sjá eldri frétt Golf1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Í 3. sæti varð Finninn Mikko Korhonen á samtals 15 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Cazoo Open með því að SMELLA HÉR: