Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2018 | 22:00

Celia Barquín Arozamena myrt á golfvelli

Einn efnilegasti kvenkylfingur heims, hin spænska Celia Barquín Arozamena, 22 ára, fannst látin í tjörn á golfvelli Coldwater Golf Links, fyrr í dag.

Völlurinn er í u.þ.b. 2 mílu fjarlægð frá Iowa State University þar sem Celia var u.þ.b. að ljúka námi í verkfræði.

Á líkama hennar voru fjöldi stunguáverka einkum á höfði, háls, og efri hluta líkama.

Celia hafði verið ein að golfleik á vellinum.

Jafnaldri Celiu, hinn heimilislausi Collin Daniel Richards, fannst ekki langt frá vettvangi af kunningja sínum, sem sagði fréttamönnum að Richards hefði nýlega sagt við hann að hann hefði „löngun til að nauðga og myrða konu.“

Á Richards fundust smááverkar eins og rispur á andliti, skurður á hendi, sem hann reyndi að fela fyrir lögreglu, sem og blóðug föt.

Richards var handtekinn, $5 milljóna tryggingafé sett og dagsetning fyrirtöku í máli hans ákveðinn 28. september n.k. Sé Richards fundinn sekur um manndrápið á Celiu, bíður hans lífstíðarfangelsi í Iowa.

Sakaskrá Richards er löng og þar á eru m.a. brot á borð við að hafa eitrað fyrir öðrum, heimilisofbeldi, líkamsárás, hótanir með vopni, óleyfilegur vopnaburður, þjófnaður,  og eins var gerður upptækur hnífur hans með blaði, sem var lengra en 12 cm.

Richards hefir þegar fengið tilnefndan verjanda Paul Rounds, sem ráðlagði skjólstæðingi sínum að tala ekki við rannsóknaraðila.

Þetta er ekki fyrsta manndrápsmál University of Iowa, en í júlí sl. var efnilegum hlaupara Mollie Tibbetts rænt og hún stungin til bana, þegar hún var að æfa sig við hlaup,  ekki langt frá bænum Brooklyn í Iowa.

Kylfingurinn Celia Barquín Arozamena, var frá litla bænum Puente San Miguel, á Spáni. Bróðir hennar Andres Barquín sagði að fjölskyldan væri í sjokki og að reyna að ná því sem hefði gerst; dauði hennar hefði tekið mjög á. Fólk frá heimabæ Celiu hélt þagnarstund í virðingarskyni við hana og víða var flaggað í hálfa stöng.

Við erum öll eyðilögð“ sagði golfþjálfari Iowa State Christie Martens. „Celia var falleg persóna sem var elskuð af öllum liðsfélögum sínum og vinum. Henni þótti vænt um Iowa State og var frábær fulltrúi skólans. Við munum aldrei gleyma samkeppnisanda hennar að verða best og ástríðu hennar fyrir lífinu.

Celia tók öll 4 ár sín hjá Iowa þátt í svæðamótum NCAA og hlaut margan heiður, m.a þrívegis All-Big 12 Team honors og var m.a. tilnefnd Iowa State kveníþróttamaður ársins. Nú í sumar hlaut hún einnig þátttökurétt í Opna bandaríska kvenrisamótinu.

Þetta er sorglegur missir á hæfileikaríkri ungri konu og virtum íþróttamanni og nema við skólann“ sagði forseti Iowa State, Dr. Wendy Wintersteen. „Við syrgjum með fjölskyldu og vinum á Spáni, allir liðsfélagar hennar og þeir sem þekktu hana hér.

Golflið Iowa State dró sig úr keppni á móti vikunnar East & West Match Play, sem fram fór í Ann Arbor, Michigan, til þess að vera með fjölskyldu og vinum og syrgja fyrrum liðsfélaga sinn. Liðið átti að spila til úrslita í University of California-Davis á þriðjudaginn.

Að missa einn af íþróttamönnum okkar er eins og að missa eigið barn. Hjarta okkar er brotið og við erum öll eyðilögð,“ sagði  íþróttastjóri Iowa, Jamie Pollard.  „Celia var með smitandi bros, líflegan persónuleika og blessun öllum, sem voru svo heppnir að kynnast henni.“ Pollard, sagði jafnframt að Celíu yrði veitt verkfræðigráðan, sem hún hafði unnið að, að henni látinni.

Það átti að veita henni viðurkenninguna íþróttakona ársins við Iowa State nú n.k. laugardag eftir fótboltaleik skólans, en í staðin verður vídeóminningarathöfn henni til heiðurs og þagnarstund.