Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Andri Magnússon – 29. september 2020
Það er Ingvar Andri Magnússon, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingvar Andri er fæddur 29. september 2000 og á því 20 ára stórafmæli í dag.
Á tímamótum, sem þessum er skemmtilegt eað rifja upp eldra viðtal Golf 1 við Ingvar Andra, sem tekið var þegar hann var 12 ára og verður dýrmætara nú með hverju árinu sem líður. Ljóst var þá þegar hversu vandaður Ingvar Andri er, bæði sem einstaklingur og kylfingur, en hann var þegar viðtalið var tekið nýbúinn að vinna fyrsta gullið sitt á Íslandsbankamótaröðinni – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Ingvar Andri sigrað í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ tvö ár í röð þ.e. árin 2013 (þá 12 ára) og 2014. Og þá er aðeins fátt eitt talið þegar Ingvar Andri er annars vegar.
Árið 2016 varð Ingvar m.a. stigameistari GSÍ í sínum aldursflokki þ.e. 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni og var það þá í 4. sinn sem Ingvar Andri landaði stigameistaratitli á Íslandsbankamótaröðinni, sem er stórglæsilegur árangur!
Árið 2018 tók Ingvar Andri m.a. þátt Opna breska áhugamannamótinu og í Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu og fyrir ári, 2019 var hann í Santiago, Chile þar sem hann tók þátt í Sudamericano Amateur.
Hér er aðeins stikklað á stóru og fátt eitt talið.
Komast má á facebook síðu Ingvars Andra hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið ……

Ingvar Andri Magnússon, GR (Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kermit Millard Zarley, Jr., 29. september 1941 (79 ára); Vicky Fergon, 29. september 1955 (65 ára) , sigraði CA LPGA 1979 Lady Stroh´s á sínum tíma; Svanhvít Friðþjófsdóttir, GV, 29. september 1965 (55 ára); Haukur Marinósson GOG, 29. september 1967 (53 ára); Kelly Robbins, 29. september 1969 (51 árs); Tina Fischer, Bad Nauheim, Þýskalandi, 29. september 1970 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Gunnar Geir Baldursson NK, 29. september 1988 (32 ára) Berglind Bjornsdottir GR, 29. september 1992 (28 ára); Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 29. september 1994 (26 ára) ….. og ….
Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
