Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Fabián Gómez (46/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig.

Í dag verður kynntur sá sem varð í 5. sæti á Korn Ferry Tour Finals en það er Fabián Gómez, sem var með 633 stig.

Fabián Gómez fæddist í Chaco, Argentínu 27. október 1978 og er því 41 árs.

Fabian hefir sigrað þrívegis á Tour de las Americas, og eins 3 sinnum á argentínsku TPG Tour. Hann varð í 2. sæti á Chaco Open árið 2006, á TLA Players Championship árið 2006 og Venezuela Open árið 2007. Hann varð í efsta sæti á stigalista TPG Tour árið 2009.

Gómez vann fyrsta og eina Nationwide Tour sigur sinn árið 2010 en það var Chitimacha Louisiana Open. Hann varð í 12. sæti það ár á peningalistanum og hlaut kortið sitt í fyrsta sinn á PGA Tour árið 2011. Það ár var besti árangur hans 7. sætið á Puerto Rico Open, 15. sætið á St. Jude Classic og 18. sætið á Viking Classic.

Hann vann sér ekki inn nægilega mikið verðlaunafé og árið 2012 var hann aftur kominn á Nationwide Tour. Hann varð í 2. sæti á Chitimacha Louisiana Open, 7. á the South Georgia Classic og í 10. sæti á Winn-Dixie Jacksonville Open. Hann varð í 55. sæti á Nationawide Tour peningalistanum. Seinna varð hann síðan í 10. sæti í PGA Q School og vann sér inn kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2013.

Árið 2013 varð Gómez í 2. sæti á Puerto Rico Open, 16. sæti á RBC Canadian Open og í 21. sæti á AT&T National. Hann varð í 133. sæti á peningalista PGA tour og missti síðan aftur kortið sitt á PGA Tour.

Hann var því aftur kominn á Web.com Tour keppnistímabilið 2014 og þar varð hann í 2. sæti á Stonebrae Classic, í 4. sæti á United Leasing Championship og í 10. sæti á the Albertsons Boise Open. Hann varð í 23. sæti á peningalista Web.com Tour og vann þannig aftur kortið sitt keppnistímabilið 2014-2015 á PGA Tour.

Þann 14. júní 2015 sigraði Gomez á fyrsta PGA Tour móti sínu, þ.e. St. Jude Classic – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:

Keppnistímabilið 2016 keppti Gomez á PGA Tour og með sigri 17. janúar 2016, á Sony Open tryggði hann sér keppnisrétt á PGA Tour næstu 2 árin, en það var hann líka búinn að gera í 2015 en framlengdi með sigri á Sony Open keppnisrétt sinn til loka árs 2017. Sjá frétt Golf 1 um sigurinn á Sony Open með því að SMELLA HÉR: 

Á keppnistímabilinu 2018 keppti Gomez á Web.com Tour.

Gomez vann sér inn $43,657 með því að verða tvívegis meðal efstu 20 á Web.com Finals 2018 og varð því í 24. sæti yfir tekjuhæstu kylfinga hvað snerti verðlaunafé úr þessum 4 lokamótum í Web.com Finals og framlengdi þar með veru sína á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 …. en aðeins rétt svo!  Núna 2019 varð hann í 5. sæti eins og segir á Korn Ferry Finals og er því enn á PGA Tour 2020.