Nýju strákarnir á PGA 2020: DJ Trahan (27/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.
Fyrst voru kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Eins hefir sá fyrsti verið kynntur sem rétt komst inn á mótaröðina með því að verða í 25. sæti á PGA Tour Finals en það var Richy Werenski. Hann hefir verið kynntur fyrir nokkru því hann varð ofarlega í einu af fyrsta PGA Tour móti sínu – Sjá má kynninguna á Werenski með því að SMELLA HÉR:
Í dag verður kynntur sá sem varð í 24. sæti á Korn Ferry Finals, DJ Trahan, sem líkt og Werenski var með 186 stig. Síðan verða allir sem komust á PGA Tour af Korn Ferry Finals kynntir hver af öðrum og endað á þeim sem landaði 1. sætinu í Korn Ferry Finals, Matthew NeSmith (50/50). Þá hafa allir 50 nýju (og ekki svo nýju) strákarnir á 2019-2020 keppnistímabilinu verið kynntir.
DJ Trahan er einn af þeim sem endurnýja spilaréttindi sín, en er síður en svo „nýr“ í strangasta skilningi þess orðs á PGA Tour.
Hann er lukkunar pamfíll – rétt slapp inn á PGA mótaröðina keppnistímabilið 2012 og hélt korti sínu, þ.e. var sá sem lenti í 125. sæti eftir þágildandi reglum, en Trahan komst fyrst á PGA Tour 2005.
DJ Trahan heitir fullu nafni Donald Roland Trahan Jr. og fæddist 18. desember 1980 í Atlanta, Georgia og er því 38 ára. Faðir hans Don Trahan er golfkennari í S-Karólínu, sem kenndi syni sínum golf og hefir sjálfur fengið 13 ása á golfferli sínum. Don Trahan tók þar að auki þátt í einu PGA Tour móti þ.e. Atlantic Classic mótinu 1980, en komst ekki í gegnum niðurskurð.
Stuttu eftir fæðingu fluttist DJ Trahan með foreldrum sínum á Hilton Head Island í S-Karólinu þar sem að spilaði á yngri árum í Harbour Town Golf Links og var í Hilton Head Island High School.
Hann fluttist síðan til Spartanburg, S-Karólínu þar sem hann útskrifaðist frá Paul M. Dorman High School, en öll ár sín þar spilaði hann bæði golf og hafnarbolta með skólaliðinu. Hann var síðan í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann spilaði með golfliði Clemson University. Trahan sigraði á U.S. Amateur Public Links árið 2000 og var fulltrúi Bandaríkjanna í Walker Cup 2001; Eisenhower Trophy 2002 (sigurvegarar) og Palmer Cup (sigurvegarar).
Á háskólaárum sínum sigraði Trahan 5 sinnum í einstaklingskeppnum í eftirfarandi mótum:
2000 Las Vegas Intercollegiate
2001 Carpet Classic og Jerry Pate Invitational
2002 NCAA East Regional
2003 Mercedes-Benz Intercollegiate
Trahan hlaut fjölda heiðursviðurkenninga fyrir golf sitt á háskólaárunum m.a.:
All-ACC: 1st Team (2000–2003)
ACC nýliði ársins: 2000
ACC leikmaður ársins: 2002
All-American: 2000 (Honorable Mention, 1st Team Freshman), 2001 (Honorable Mention), 2002 (1st Team), 2003 (1st Team)
Ben Hogan heiðursviðurkenningin: 2002
Jack Nicklaus heiðursviðurkenningin: 2002
ACC 50-ára afmælis golflið: 2002 (var eini háskólakylfingurinn á listanum).
Kylfingur ársins valinn af golfsambandi Karólínu-ríkjanna: 2000-2002
Meðan Trahan lék með Clemson vann liðið tvo ACC titla (2000, 2003), þrjá NCAA East Region titla (2000, 2002, 2003), og 2003 NCAA Division I Championship. Clemson-liðið 2001 var 2. besta liðið í Bandaríkjunum og 2002-liðið 3. besta liðið.
Stærstu sigrar Trahans, sem áhugamanns utan háskólagolfsins eru eftirfarandi:
2000 U.S. Amateur Public Links.
2001 Jones Cup Invitational og South Carolina Amateur.
2002 Azalea Invitational, Monroe Invitational og South Carolina Amateur.
Árið 2003 gerðist Trahan atvinnumaður í golfi og 2004 var hann kominn á undanfara Korn Ferry Tour þar sem hann sigraði í Miccosukee Championship sama ár. Það varð til þess að 2005 komst hann í fyrsta sinn á PGA Tour.
Á PGA Tour sigraði Trahan tvívegis þ.e. í fyrra skipið 1. október 2006 á Southern Farm Bureau Classic og í síðara skiptið á Bob Hope Chrysler Classic, 20. janúar 2008.
Besti árangur DJ Trahan í risamótum er T-4 árangur á Opna bandaríska 2008.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
