Nýju strákarnir á PGA 2020: Xinjun Zhang (24/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.
Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Scheffler, með 2935 stig. Síðan verða kynntir þeir 25 sem komust á PGA Tour gegnum Korn Ferry Tour Finals.
Í gær var kynntur sá kylfingur sem varð í 4. sæti eftir reglulega tímabilið Harry Higgs. Sleppt verður að kynna aftur Robby Shelton (sem varð í 3. sæti eftir reglulega tímabilið) – Sjá kynningu á honum með því að SMELLA HÉR og Scottie Scheffler (sem varð í 1. sæti eftir reglulega tímabilið) – Sjá kynningu á honum með því að SMELLA HÉR:, sem og Richy Werenski (sem varð í 25. sæti á Korn Ferry Finals), – Sjá kynningu á honum með því að SMELLA HÉR: þar sem búið er að kynna þá 3 kylfinga. Ástæðan: Farið var út fyrir röðina, þar sem þeir þrír létu þá þegar kveða að sér í fyrstu mótum PGA Tour keppnis-tímabilsins.
Í dag verður því Xinjun Zhang kynntur, sem varð í 2. sæti eftir reglulega tímabilið og á morgun hafist handa við að kynna DJ Trahan (sem varð í 24. sæti á Korn Ferry Finals) og síðan haldið þeirri röð þar til endað verður á þeim sem landaði 1. sætinu í Korn Ferry Finals, Matthew NeSmith.
Xinjun Zhang fæddist 10. júní 1987 í Shanxi í Kína og er því 32 ára.
Zhang ólst upp í sveit í Kína í sárafátækt, þar sem hann varð m.a. að klífa upp fjall á hverjum degi til þess að komast í skóla.
Seinna fann hann sér starf a golfvelli í borginni Xi’an, þar sem hann vann fyrir sér sem kylfusveinn.
Til þess að bæta sig ákvað hann að læra golf og féll alveg fyrir íþróttinni.
Árið 2010 gerðist Zhang atvinnumaður í golfi. Árið 2014 var Zhang kominn á PGA Tour China Series.
Sigrar, sem hann hefir unnið í Kína eru m.a:
2014 Beijing Open á PGA Tour China Series
2015 Chongqing Open á PGA Tour China Series
Á undanfara Korn Ferry Tour komst Zhang 2015 og 2018 komst hann í 1. skiptið á PGA Tour.
Honum gekk ekki nógu vel þar og 2019 var hann aftur kominn á Korn Ferry Tour.
Þar náði hann m.a. að sigra á 2019 Dormie Network Classic at Briggs Ranch, Lincoln Land Championship presented by LRS mótinu og er því búinn að endurnýja tilverurétt sinn á bestu mótaröð heims fyrir karlkylfinga, PGA Tour.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
