Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2019 | 08:00

LPGA: Ólafía hefur leik í dag í Wisconsin – FYLGIST MEÐ HÉR:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hefur leik í dag á Thornberry Creek LPGA Classic, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Mótið stendur dagana 4.-7. júlí 2019 og er keppt í Oneida, Wisconsin.

Þetta er 4. LPGA mótið sem Ólafía Þórunn keppir í, í ár.

Ólafía fer út kl. 9:31 að staðartíma (þ.e. kl. 14:31 að íslenskum tíma) og með henni í ráshóp eru bandaríski kylfingurinn Becca Huffer (sjá kynningu Golf 1 á Huffer með því að SMELLA HÉR: og Paula Reto frá S-Afríku (sjá kynningu Golf 1 á Reto með því að SMELLA HÉR: )

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR: