Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2019 | 20:00

LET Access: Glæsilega Guðrún Brá T-1 e. 1. dag Opna finnska !!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK tekur þátt í móti vikunnar á LET Access, Viaplay Ladies Finnish Open.

Eftir 1. keppnisdag er Guðrún Brá T-1 þ.e. deilir efsta sætinu með rússneska kylfingnum Ninu Pegovu – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Ninu Pegovu með því að SMELLA HÉR:

Báðar lék þær Guðrún Brá og Nina 1. hring á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum.

Á hringnum glæsilega fékk Guðrún Brá 5 fugla oa 13 pör!!!

Mótsstaðurinn er Messila Golf í Lahti, Finlandi.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Viaplay Ladies Finnish Open SMELLIÐ HÉR: