Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Lucas Glover (44/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.
Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu.
Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Fyrst var kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það var Jim Knous, síðan Fabián Gómez frá Mexíkó, kanadíski kylfingurinn Ben Silverman, bandarísku kylfingarnir Michael Hayes Thompson, Nicholas Lindheim, Wes Roach og Cameron Tringale, Curtis Luck (16. sæti) frá Ástralíu, Dylan Frittelli frá S-Afríku og Sepp Straka frá Austurríki; Stephan Jäger, sem varð í 15. sæti; Roberto Diaz, sem varð í 14. sæti ; Max Homa, sem varð í 13. sæti Seth Reeves, sem var í 12. sæti; Hunter Mahan, sem varð í 9. sæti og Matt Jones frá Ástralíu sem varð í 8. sæti.
Í dag verður kynntur sá sem var í 7. sæti á Web.com Tour Finals, en það er Lucas Glover, sem vann sér inn 125,212 dollara á Web.com Finals.
Lucas Glover er s.s. enginn „nýr strákur“ á PGA Tour aðeins einn af þeim sem sér sér færi á að endurnýja spilaréttindi sín á PGA Tour með þessum hætti.
Hann var m.a. nýlega í golffréttum vegna þess að eiginkona hans, Krista (kvæntist henni 2012) var handtekin vegna heimilisofbeldis – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Lucas Glover er fæddur 12. nóvember 1979 og er því 39 ára.
Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Clemson háskóla.
Glover er best þekktur fyrir að hafa sigrað í Opna bandaríska risamótinu árið 2009.
Hann hefir einnig náð þeim árangri að verða T-5 í PGA Championship (2009) og T-12 í Opna breska… þannig að hér er enginn nýliði á ferð, heldur frábær kylfingur… sem eins og segir varð að endurnýja spilaréttindi sín með þessum hætti.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
