Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2019 | 23:00

PGA: Wyndham Clark efstur á The Honda Classic f. lokahringinn

Það er bandaríski kylfingurinn Wyndham Clark sem er efstur fyrir lokahringinn á The Honda Classic.

Clark er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 203 höggum (69 67 67).

Clark er ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour og má sjá kynningu á honum með því að SMELLA HÉR:

Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Kyoung-Hoon Lee frá S-Kóreu, Vijay Singh frá Fidji-eyjum og Keith Mitchell frá Bandaríkjunum, allir á 6 undir pari, eða 1 höggi á eftir Clark.

Það stefnir í spennandi lokabaráttu annaðkvöld.

Til þess að sjá stöðuna á The Honda Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags The Honda Classic SMELLIÐ HÉR