Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 23:59

PGA: Zach Johnson og Ryan Moore leiða í hálfleik á Valero – Hápunktar 2. dags

Það eru þeir Zach Johnson og Ryan Moore sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag Valero Texas Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Báðir eru búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Zach (70 65) og Ryan Moore (68 67).

Bandarísku kylfingarnir Andrew Landry og Grayson Murray deila 3. sætinu, báðir aðeins 1 höggi á eftir.

Landry er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur PGA Tour og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR LANDRY

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Valero Texas Open SMELLIÐ HÉR: