Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Halldór X Halldórsson, GKB. Halldór er fæddur 5. apríl 1976. Þess mætti geta að Halldór á nákvæmlega sama afmælisdag og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, Báðir eru þeir Halldor og Henrik fæddir 5. apríl 1976 og eru því 42 ára í dag.

Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum sumarið 2011, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg); Opna Golfbúðarmótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi, 27. ágúst 2011 (71 högg) og Opna Vetrarmótinu í Leirunni 19. nóvember 2011 (70 högg) og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Halldórs. Árið 2012 spilaði Halldór á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Besta skor hans er 69 í Leirunni. S.l. 2 ár hefir Halldór tekið þátt í nokkrum Opnum mótum með góðum árangri, eins og hans er von og vísa.

Halldór á eina dóttur, Guðrúnu Ernu, 16 ára, sem spilar golf. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:

Komast má á Facebook síðu Halldórs X til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn hér fyrir neðan:


Halldór X Halldórsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lady Margaret Rachel Scott, f. 5. april 1874 – d. 27. janúar 1938); John F. „Johnny” Revolta f. 5. apríl 1911 – d. 3. mars 1991; Morten Geir Ottesen, GHG, 5. apríl 1959 (59 ára); Bob Burns, 5. apríl 1968 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Henrik Stenson, 5. apríl 1976 (42 ára); Brendan Steele, 5. apríl 1983 (35 ára) – leiddi m.a. á PGA Championship 2011 fyrir lokadaginn…. og ….. Íslenskur Ferðamarkaður, 5. apríl 1982 (36 ára); Bílabankinn Bílasala, 5. apríl 1989 (29 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is