Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2018 | 06:30

LPGA: Ólafía fer út kl. 14:10 í dag

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í 1. kvenrisamóti ársins, ANA Inspiration, sem hefst í dag í Mission Hills Country Club í Rancho Mirage, sem er suð-austur af Palm Springs í Kaliforníu.

Spilað er á Dinah Shore Tournament vellinum, en mótið hét lengi vel eftir leikkonunni, Dinuh Shore, sem verður lengi minnst sem einum mesta bakhjarli kvennagolfs, en hún spilaði einnig golf sjálf. Þannig hét mótið á fyrstu árum sínum eftir Dinuh þ.e.  1972-1980 „The Colgate-Dinah Shore Winner’s Circle“; árið 1981 Colgate-Dinah Shore og 1982 Nabisco Dinah Shore Invitational og 1983-1999  Nabisco Dinah Shore. Mótið hefir borið nafnið Ana Inspiration frá og með árinu 2015, en hét frá árinu 2000 og þar til það hlaut núverandi nafn sitt eftir þáverandi styrktaraðilum sínum Kraft og Nabisco. Í dag er helsti styrktaraðilinn  All Nippon Airways. IMG og er heiti mótsins stytting á þessum styrktaraðia.

Mótið, sem enn í dag gengur oft undir heitinu „The Dinah Shore“ hefir verið risamót frá árinu 1983.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ólafía Þórunn spilar á ANA Inspiration, en mótið er jafnframt 4. risamótið á ferli hennar.

Ólafía Þórunn fer út kl. 7:10 að staðartíma (sem er kl. 14:10 að íslenskum tíma) og er í fyrsta ráshóp með Cindy LaCrosse – Sjá má kynningu Golf 1 á Cindy með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á ANA Inspiration, með því að SMELLA HÉR: