Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2018 | 20:15

LPGA: Ólafía Þórunn fer út kl. 20:28 – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir , GR og LPGA hefur leik akkúrat núna,  kl. 20:28 að íslenskum tíma á KIA-Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í kvöld.

Mótið fer fram í Carlsbad í Kaliforníu. Íþróttamaður ársins 2017 á Íslandi verður með Laetitia Beck frá Ísrael og Jeong Eun Lee frá Suður-Kóreu í ráshóp fyrstu tvo hringina. Sjá má kynningu Golf 1 á Beck með því að SMELLA HÉR:   og Jeong Eun Lee með því að SMELLA HÉR: 

Ólafía hefur leikið á þremur mótum á þessu tímabili á LPGA mótaröðinni. Hún endaði í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamas en komst ekki í gegnum niðurskurðinn á næstu tveimur mótum.

Ólafía Þórunn er í 98. sæti á peningalistanum á LPGA og í 85. sæti á CME stigalistanum. Hún er í 183. sæti á heimslista atvinnukylfinga.

Fylgjast má með gengi Ólafíu á Kia Classic með því að SMELLA HÉR: 

Texti: GSÍ (með smá breytingum Golf 1)