Kristján Þór Einarsson, GM. Mynd: Golf 1 Afmæliskylfingur dagsins: Kristján Þór Einarsson – 11. janúar 2018
Kristján Þór Einarsson er afmæliskylfingur Golf 1 í dag. Kristján Þór er fæddur 11. janúar 1988 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!!
Svo sem er með mikla afreksmenn í golfi s.s. Kristján Þór er þá er aðeins hægt að tæpa á nokkrum meginatriðum í glæstum ferli í stuttri afmælisgrein.
Kristján Þór er s.s. allir vita í Golfklúbbi Mosfellsbæjar og hefir m.a. margoft verið valinn Íþróttamaður Mosfellsbæjar.
Hann er næstyngsti Íslandsmeistari í golfi frá upphafi en þann titil vann hann í Vestmannaeyjum 2008 þar sem hann háði mikla baráttu við þáverandi atvinnumennina í golfi Björgvin Sigurbergsson og Heiðar Davíð Bragason. Alls hefir Kristján Þór orðið 13 sinnum Íslandsmeistari í golfi.
Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Kristján Þór frá árinu 2012 með því að SMELLA HÉR:
Kristján Þór varð m.a. stigameistari GSÍ 2014.
Hann var um tíma í sálfræðinámi við Nicholls State og tók þátt í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann lék golf með liði skólans.
Frá síðastliðnu ári, 2017 er e.t.v. vert að geta að Kristján Þór varð svo sem oft áður klúbbmeistari GM/GKJ, auk þess sem hann sigraði í Einvíginu á Nesinu.´Eins komst í fréttir þegar Kristján Þór náði draumaskori allra kylfinga 59 höggum. Það afrekaði hann á Bakkakotsvelli og má sjá grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:

Kristján Þór Einarsson (Innilega til hamingju með 30 ára stórafmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Frederick Guthrie Tait, f. 11. janúar 1870 – d. 7. febrúar 1900); Hrafnhildur Þórarinsdóttir, GK, 11. janúar 1945 (73 ára); Kolbrún Þormóðsdóttir, GK, 11. janúar 1952 (66 ára); Ben Daníel Crenshaw 11. janúar 1952 (66 ára); Steindór Karvelsson, 11. janúar 1958 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Vilhjálmur V Matthíasson, 11. janúar 1963 (55 ára) Fiona Puyo, (spænsk – spilar á LET Access), 11. janúar 1987 (31 árs); Unnur Birna Björnsdóttir, 11. janúar 1987 (31 árs); Yi Eun-jung, 11. janúar 1988 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Haley Millsap, 11. janúar 1990 (28 ára); Daníel Hilmarsson, 11.janúar 1994 (24 árs)….. og ….. Nikki DiSanto
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
