Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 21:00

GM: Kristján Þór á 59!!!

Kristján Þór Einarsson, þrettánfaldur Íslandsmeistari, lék Bakkakotsvöll í gær á 59 höggum!

Það er fágætt að kylfingar brjóti 60 og nái draumaskori allra kylfinga 59 höggum.

Með þessu skori setti Kristján Þór nýtt vallarmet á Bakkakotsvelli.

Kristján Þór hefir áður spilað undir 60, en þá lék hann Hlíðavöll af rauðum, á 58 höggum.

Kristján var við keppni í Meistaraflokksmótaröð GM þegar hann náði skorinu góða og sigraði að sjálfsögðu!

Golf 1 óskar Kristjáni Þór innilega til hamingju með árangurinn!!!