Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín valin MAAC kylfingur mánaðarins

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og Albany var valin Metro Atlantic Athletic Conference (skammst. MAAC) kylfingur september mánaðar.

Þessa heiðursviðurkenningu fær Helga Kristín fyrir framúrskarandi skor með háskólaliði sínu í setpember mánuði 2017.

Sérstaklega var tiltekin frammistaða hennar í Rutgers mótinu þar sem hún átti hring upp á 69, sem var lægsta skor mótsins.

Á þessum hring fékk Helga Kristín 6 fugla og 1 skolla.

Sjá má umfjöllun Golf 1 um Helgu Kristínu í Rutgers mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Annars var frammistaða Helgu Kristínar í september í bandaríska háskólagolfinu þannig að hún var þrívegis með topp-8 árangra í einstaklingshluta móta s.s. sjá má á eftirfarandi:
Rutgers Invitational T4 78-69-78 225 (+9)
Crosstown Challenge T1 75 75(+3)
Dartmouth Women’s Golf Invitational T7 74-73 147 (+3)

Umfjöllun er um glæsta frammistöðu Helgu Kristínar á vefsíðu Albany – s.s. sjá má með því að SMELLA HÉR: