Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín lauk leik T-4 á Rutgers Inv.!!!

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og Albany lék á sínu fyrsta haustmóti með liði sínu í bandaríska háskólagolfinu.

Mótið fór fram á velli Rutgers háskólans í Piscataway, í New Jersey.

Helga Kristín lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (78 69 78) og deildi 4. sætinu með Valentinu Mueller úr UD.

Þátttakendur í mótinu voru 65 úr 11 háskólum.

Sjá má lokastöðuna á Rutgers Invitational með því að SMELLA HÉR

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany háskólans er 17. september n.k. og fer mótið fram í Albany Country Club.