Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2017 | 17:45

Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst á 79 1. dag á Nordea Masters

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tekur þátt í Nordea Masters mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Guðmundur Ágúst komst á mótið eftir glæsilega frammistöðu í úrtökumóti fyrir Nordea Masters – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: 

Á úrtökumótinu var Guðmundur Ágúst á glæsilegum 5 undir pari, 68 höggum.

Í dag á 1. móti sínu á Evróputúrnum lék Guðmundur Ágúst 1. hringinn því miður á 6 yfir pari, 79 höggum – hann fékk 1 fugl, 10 pör og 7 skolla.

Þeir sem eru í efstu sætum eru á sama skori og Guðmundur Ágúst var á í úrtökumótinu 5 undir pari en það eru Ítalinn Renato Paratore og Englendingurinn Max Orrin.

Til þess að sjá stöðuna á Nordea Masters að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: