Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2017 | 22:00

Guðmundur Ágúst spilar á Nordea Masters!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, afrekskylfingur úr GR, kemur til með að spila á Nordea Masters mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Guðmundur Ágúst öðlaðist keppnisrétt eftir frábæra frammistöðu í úrtökumóti fyrir Nordea Masters.

Úrtökumótið fór fram í dag, 15. maí 2017, í  Barsebäck Golf & Country Club og lék Guðmundur Ágúst á 5 undir pari 68 glæsi-höggum og varð í 2. sæti!! Á hringnum fékk Guðmundur Ágúst 6 fugla og 1 skolla.

Andri Þór Björnsson, GR, tók einnig þátt í úrtökumótinu, en hann komst ekki á Nordea Masters, lék á 1 undir pari, 72 höggum og varð T-17, en það dugði ekki til. Það sama má segja um Axel Bóasson, GK; hann lék á 2 yfir pari, 75 höggum og varð T-44 og Harald Franklín Magnús, GR, en hann lék á 4 yfir pari, 77 höggum og varð T-76.

Aðeins 3 efstu í úrtökumótinu fengu í verðlaun að spila á Nordea Masters. Mikil spenna var í ár um hver yrði 3. kylfingurinn inn úr úrtökumótinu en 4 kylfingar deildu 3. sætinu eftir 18 holu spil og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.

Sá lukkulegi í ár varð Svíinn Andreas Lemke, sem vann með fugli þegar á fyrstu holu bráðabanans.  Sá sem sigraði í úrtökumótinu var Frakkinn Adrien Bernadet, en hann lék á 6 undir pari, aðeins einu höggi betur en Guðmundur Ágúst.

Nordea Masters mótið fer fram dagana 1.-4. júní n.k.

Sjá má lokastöðuna í úrtökumótinu fyrir Nordea Masters með því að SMELLA HÉR: