Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2011 | 05:00

Zach Johnson efstur á Chevron eftir 3. dag – myndskeið af erni hans á 18. braut

Zach Johnson er kominn í forystu á Chevron World Challenge fyrir lokahringinn, sem spilaður verður seinna í dag. Zach var á 68 höggum og er á samtals -8 undir pari, þ.e. samtals 208 höggum (73 67 68).   Zach var höggi á eftir Tiger á 18. flöt og var  163 yarda þ.e. 149 metra frá pinna í teighöggi sínu, en hamraði bolta sínum beint í holu í 2 höggi – örn staðreynd og forystan í mótinu.

„Ég hefði verið ánægður með 4 (högg), hvað þá 3 (högg) en 2 högg kallar maður að stela (forystunni).“

Hér má sjá myndskeið af frábærum erni Zach sem kom honum í forystuna: ÖRN ZACH JOHNSON

Tiger sem leiddi í gær spilaði á 73 höggum og er á samtals -7 undi pari, samtals 207 höggum (69 67 73) og er nú kominn í 2. sætið.

KJ Choi er í 3. sæti 2 höggum á eftir Tiger og 3 á eftir Zach, þ.e. á -5 undir pari, samtals 211 höggum (66 73 72).

Til þess að sjá stöðuna á Chevron World Challenge eftir 3. dag smellið HÉR: