
Yani Tseng valin kveníþróttamaður ársins af US Sports Academy
Nr. 1 í heiminum í kvennagolfinu, Yani Tseng var valin íþróttamaður ársins 2011 af United States Sports Academy.
Þessi einstaki kylfingur sem bar höfuð og herðar yfir félaga sína s.l. keppnistímabil var valin af hundruðum þúsunda íþróttaaðdáendum víðs vegar um heim í netkosningu. Þetta er 27. skiptið í röð sem Academían velur íþróttamann ársins í samstarfi við USA Today og NBC Sports.
Taíwanski kylfingurinn Yani Tseng hefir átt sögulegt ár. Hún krækti sér í 5. risamótstitil sinn á þessu ári, 22 ára og varð við það sú yngsta sem sigrað hefir í 5 risamótum, hvort heldur er í kvenna- eða karlagolfinu. Tseng skráði sig í sögubækur þegar hún sigraði á Women’s British Open í Carnoustie, Skotlandi. Þegar Se Ri Pak (LPGA) og Tiger Woods (PGA) unnu 4. risamótstitla sína voru þau bæði 24 ára. Sigur Tseng á Opna breska var 2. skiptið í röð sem hún vann það mót og jafnframt 5. sigur hennar á risamótum.
Á þessu ári varð Tseng nr. 1 í meðaltalsskori, högglengd, fjölda fugla og hringjum undir pari í móti og hlaut því titilinn kylfingur ársins á LPGA. Nr. 1 í heimi kvennagolfsins vann 7 LPGA titla þ.m.t. 2 risamótstitla og 4 önnur mót á heimsvísu.
Kosning á íþróttamanni ársins er hápunktur árslangs prógrams Academíunnar, sem veitir viðurkenningar fyrir afrek í karla og kveníþróttum um heim allan. Í hverjum mánuði er almenningi boðið að taka þátt í útnefningu á íþróttamanni mánaðarins og fer sú kosning fram á netinu. Þessi atkvæði að meðtöldu áliti valnefndar skera síðan úr um hver hlýtur titilinn kven- og karla íþróttamaður ársins hverju sinni.
Hægt er að fræðast nánar um United States Sports Academy með því að smella HÉR:
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open