Yani Tseng Yani Tseng búin að vera 55 vikur í 1. sæti á Rolex-heimslista kvenkylfinga
Það er viku eftir viku gerð grein fyrir stöðunni á heimslista karla og minnstu hreyfingum á honum. En hver skyldi nú staðan vera á Rolex-heimslista kvenkylfinga? Hún er eftirfarandi þessa vikuna:
| 1 | Yani Tseng | |
| 2 | Na Yeon Choi | |
| 3 | Suzann Pettersen | |
| 4 | Cristie Kerr | |
| 5 | Paula Creamer | |
| 6 | Sun Ju Ahn | |
| 7 | Jiyai Shin | |
| 8 | Stacy Lewis | |
| 9 | Ai Miyazato | |
| 10 | I.K. Kim |
Eina breytingin er að IK Kim er komin á meðal efstu 10 vegna góðs gengis hennar í Singapore um helgina. Sú sem sigraði á HSBC Women´s Champions mótinu í Singapore, bandaríski kylfingurinn Angela Stanford hækkar sig um 3 sæti milli vikna fer úr 17. sætinu og er nú komin meðal topp-15, þ.e. vermir 14. sætið.
Yani Tseng heldur 1. sætinu enda sýnir þessi frábæri kylfingur frá Taíwan, sem fær alltof litla fjölmiðlaathygli, að hún er vel að því sæti komin. Og þaulsætin er hún…. búin að sitja í þessu sæti í 55 vikur.
Sú sem er búin að vera lengst á topp 10 er sú sem er í 4. sæti – bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr, eða 411 vikur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
