Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 09:00

Wozniacki skemmtir sér í Miami eftir sambandsslitin við Rory

Caroline Wozniacki datt miklu fyrr út úr Opna franska en búist var við og það gerði vinkona hennar Serena Williams líka.

Þær stöllur gerðu það besta úr stöðunni og fóru að skemmta sér í Miami.

Síðan voru myndirnar samviskusamlega tvítaðar, s.s. dæmigert er eftir sambandsslit, til þess að sýna að Caroline liggi ekki heima og gráti í koddann sinn vegna sambandsslitanna við Rory.

Serena Williams og Caroline Wozniacki á Miami Beach

Serena Williams og Caroline Wozniacki á Miami Beach

Ó, nei nema síður sé.  Myndirnar sýna Caroline og Serenu skemmta sér á Miami strönd m.a. með nokkrum körfuboltasnillingum í Miami Heat, en vinkonurnar skelltu sér einmitt á Miami Heat körfuboltaleik og síðan má sjá mynd þar sem Caroline skemmtir sér við að vera „plötusnúður“ þegar farið var að mála Miami-bæ rauðann um nóttina!

Hér má sjá grein og myndir Belfast Telegraph af tennisdrottningunum tveimur að skemmta sér í Miami SMELLIÐ HÉR: