Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2014 | 08:45

Wozniacki sagði Rory að heimskt væri að styrkja UNICEF

Menn velta því nú fyrir sér hvort Caroline Wozniacki fyrrum kærasta nr. 1 á heimslistanum hafi átt þátt í að til málaferla kom milli Rory McIlroy og Horizon Sports umboðsskrifstofunnar?

Skv. því sem fram kom í High Court í Dublin sl. föstudag hafði Wozniacki a.m.k. skoðun á því sem er ein aðalmálsefnið í réttarhöldunum – nefnilega styrkur til UNICEF af hendi Horizion til að bjarga andliti Rory og í nafni hans, en algerlega gegn óskum Rory.

Í viðskiptadeild (ens. The Commercial Division) High Court kom fram að danska tennisstjarnan hefði sagt við Rory að það að veita stórum félagasamtökum eins og UNICEF framlög væri heimska.

Framangreint kom fram í fyrirtöku hjá Raymond Fullham, dómara, en þar fór Horizon Sports Management fram á að fá að skoða farsíma og önnur raftæki notuð af Rory McIlroy, föður hans Gerry, núverandi forstjóra Rory McIlroy Inc,  Donal Casey og starfsmannastjóra hans þ.e. fyrrum starfsmann Horizon, Sean O’Flaherty.

Fyrirtakan á föstudag fjallaði eingöngu með beiðni Horizon á skoðun á símtækjum og símreikningum Hr. O’Flaherty  og las lögmaður Horizon, Maurice Collins SC, m.a. úr tölvupósti sendum af   Conor Ridge eiganda Horizon til meðeigandi hans Colin Morrissey.

Tölvupósturinn var dagsettur 29 mars, nokkrum dögum áður en Rory tilkynnti Ridge formlega að hann ætlaði að slíta samstarfi þeirra, en Ridge skrifaði þar um deilur þeirra um $ 166.000 framlag hans í nafni Rory til UNICEF á McIlroy – framlag sem síðar var tekið aftur þar sem Rory hafði gefið til kynna að hann vildi ekki inna það af hendi.

„Sú ákvörðun [að inna framlagið af hendi] var tekin í sérstökum aðstæðum, sem verða skýrðar við  rannsókn,“ sagði Mr Collins. „En það er efni deilu og var strax deiluefni þegar Rory frétti af því.“

Í tölvupóstinum frá Conor Ridge til meðeiganda hans Colin Morrissey – sem einnig var sendur til Hr. O’Flaherty – voru útskýrðar ástæður framlagsins:

„Þetta er allt klúður Moz [Colin Morrissey]. Eftir samtal ég átti viðð Rory fyrir nokkrum mánuðum, ákvað hann að gefa $ 500.000 til þriggja ára frá sjálfum og Rory Foundation. Hann virtist taka U-beygju fyrir nokkrum vikum vegna þess að Woz (Wozniacki) sagði honum að það að inna af hendi stór framlög til stórra félagasamtaka væri heimska vegna þess að maður vissi ekki hvert peningarnir færu og einnig vegna þess að hún hafði talað um að þau hefðu ætlað að einbeita sér að því að vera með sameiginlega styrktarstofnun. UNICEF hefir sett fram skýra áætlun í hvað peningarnir eiga að fara og það ætla ég að segja honum (Rory) í næstu viku.“

Rory áætlaði að hætta heimsókn til Haítí sem UNICEF sendiherra vikunni fyrir Masters  2013 til þess að spila í Valero Texas Open.

Samkvæmt Conor Ridge, sagðiUNICEF að ef þeir hlytu ekki greiðslu áður en Rory kæmi til Haítí, myndu þeir hætta við ferðina.

„Augljóslega hefði það verið stórslys,“ skrifaði Ridge, og útskýrði að samningur Rory um að vera UNICEF sendiherra hefði falið í sér heimsókn til Haíti 2013, fjáröflunargolfdag 2014 og annan 2015.

Framlög Mr McIlroy myndu samtals nema $ 500,000 greitt á þremur árum [$ 166,666 x 3] en með peningunum átti að fjármagna verkefni til að gera meira fyrir börn á svæðinu, sem hann ætlaðil að heimsækja.

„Þeir sögðu mér að sérhver sendiherra gæfi peninga þegar hann færi í heimsóknir sem þessar, jafnvel GAA náungarnir sem ekki eiga neina peninga …. UNICEF er ævareitt.“

Rory á hinn bóginn er að kæra Horizon Sports Management Ltd með höfuðstöðvar í Dublin ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum, Gurteen Ltd, með skráð heimilisfang á Möltu, og Canovan Management Services  sem er einnig með aðsetur í Dublin.

Rory heldur því fram að samningurinn undirritaður af honum í desember 2011 sé ógildur á grundvleli fjölda forsendna þ.mt meintra ótilhlýðilegra áhrifa (ens. undue influence).

Hann segir að samningurinn hafi verið undirritaður þegar hann var bara 22 ára, óreyndur, og án lögfræðiráðgjafar.

Stefndu hafna kröfum og hafa krafist 3 milljóna bandaríkjadala í útistandandi umboðslaun en sú tala hefir nú hækkað í $ 9 milljónir bandaríkjadala.

Þeir fóru s.l. föstudag s.s. segir fram á skoðun á símtækjum og símreikningum m.a. O’Flaherty, sem var persónulegur aðstoðarmaður Rory á Horizon, þar til hann lét af störfum og Rory gerði hann að starfsmannastjóra hjá sér.

Horizon heldur því fram að Rory, pabbi hans Gerry, Sean O´Flaherty og annar fyrrverandi Horizon starfsmaður, núverandi framkvæmdastjóri Rory McIlroy Inc hafi eyðilagt gögn og m.a. látið endurstilla farsíma sína í verksmiðjum.

Hr. Collins (lögmaður Horizon) sagði réttinum að O´Flaherty hefði vistað öll gögn á farsíma sínum og fartölvu áður en hann eyddi öllum gögnunum og skilaði tækjunum til Horizion eftir að Rory bauð honum starf.

Jafnframt fór Collins yfir skjöl sem O´Flaherty hefði útbúið og sent til viðskiptamannsins Dermot Desmond, sem hluti af lögfræðilegri ráðgjöf, en í þeim voru listaðar ástæður þess af hverju Rory ætti að rifta samningi sínum við Horizon.

Í eiðsvarinni yfirlýsingu sagði Rory að í apríl 2013 hefði komið upp ágreiningur varðandi stjórnun Horizon á málum hans, sem stafaði af  samblandi ýmissa mála sem upp hefðu komið í vikunni fyrir Masters risamótið 2013.

Rory sagði að hann hefði hitt Hr Desmond á Masters og Hr Desmond hefði sagt honum að hann gæti fengið honum lögfræðiráðgjöf.

Rory sagði að hann hefði látið Hr. Desmond og ungfrú Maríu O’Sullivan [en hún vann fyrir Desmond í fyrirtæki hans IIU] fá skjöl.  Skjölin hefðu verið unnin af O’Flaherty og voru afhent honum af kylfusveini hans  JP Fitzgerald. Hann sagðist ekki hafa séð nein skjöl.

Dermot Desmond bað um afrit af samningum Rory og Rory lét  Horizon Sports Management senda þau til sín í Flórída og lét síðan O´Flaherty fá þau og bað hann um að afhenda Dermot Desmond þau, en sjálfur hefði hann ekki lesið skjölin.

Fyrirsögn eins skjalsins var “Ástæður riftunar”, og þar var m.a. vísað til “BMW, CAA, Contract, Etihad flights og Unicef” kom fram fyrir rétti.

Fyrir dómi kom líka fram að Hr O’Flaherty væri mjög fróður um upplýsingatækni og  ábyrgur fyrir IT kerfi á Horizon og að áður en hann hætti þar hefði hann komið fyrir  hugbúnaði [Google Vault], sem ef það hefði virkað á skilvirkan máta hefði eytt öllum upplýsingunum á IT kerfi, Horizon Sports Management.

Hr Collins (lögmaður Horizon) sagði réttinum að áður en hann (O´Flaherty) skilaði símanum sínum og fartölvu til Horizon, hefði hann þurrkað út upplýsingar af hvorutveggja þar sem honum hefði verið kunnugt um  fyrirhugað dómsmál Rory gegn Horizon.

Hr. O Meara (lögmaður O´Flaherty) sagði umbjóðanda sinn ekki hafa brotið starfskyldur sínar við Horizon og hefði verið tryggur starfsmaður en Collins (lögmaður Horizion) sagði tryggð O´Flaherty lítils virði, þar sem hann hefði verið að aðstoða Rory við að rifta samningi sem hefði verið umbjóðanda hans, þ.e. Horizon umboðsskrifstofunni mjög verðmætur.

„Svo langt nær tryggð O´Flaherty“ sagði Collins m.a. fyrir rétti.

„Það vekur undrun að jafnvel nú þegar vakin hefir verið athygli á þessari stöðu að hann skuli ekki muna að hann hafi verið að afla lögfræðiráðgjafar fyrir Rory,og að hann,  jafnvel sem starfsmaður Horizon Sports hafi útbúið tvö skjöl, annað sem innihélt ástæður þess að Rory ætti að rifta samningi sínum við Horizon.“

Fjallað verður nánar um beiðni Horizon um ítarlegri upplýsingargjöf – framlagningu tækja (farölva, farsíma) og símreikninga fyrir rétti á Írlandi eftir jól.